Orkuverð OR til heimila er 7,85 kr/kwst

Ef nýting heimilanna er 55% en stóriðju 99% ætti þá verð á kwst til stóriðju að vera 4,36 kr/kwst ef þarna ætti að vera samræmi á milli.

Ég hlakka til að sjá skýrsluna sem Ragnar vitnar til. Bæði verður gaman að sjá hvernig 50-60% nýtingarhlutfallið er fundið út og eins hlýtur að vera ánægjulegt ef verð til stóriðju hefur tvöfaldast síðan síðast.


mbl.is Segir stóriðjuna borga meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Pálsson

Sæll Þorsteinn

Ég þekki svo sem ekki forsendur Ragnars en það er hægt að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhornum.  Eins og flestir vita (og örugglega allir hagfræðingar) er svona samanburður ekki einfaldur, þú veist, þetta með eplin og appelsínurnar.

Orkuverð OR er samsett úr ýmsum þáttum, skv. heimasíðu þeirra lítur það svona út með vsk:

Orkusala: 3,94 kr/kWst

Dreifing: 2,52 kr/kWst

Flutningur: 1,27 kr/kWst

Orkuskattur: 0,12 kr/kWst

Samtals komið inn í hús á 220 Voltum: 7,85 kr/kWst (eins og þú bendir réttilega á).

Stóriðja fær afhenta háspennta orku beint af flutningskerfinu og því ekki um neinn dreifikostnað að ræða.  Við þurfum því að draga kr. 2,52 frá og fáum því raforkuverð upp á kr. 5,33 kr/kWst.

Ef raforkuverð með flutningi, orkuskatti og virðisaukaskatti er 30 mills og gengið 127 kr/USD greiðir stóriðjan 3,81 kr/kWst.

Varðandi nýtingarhlutfall er hægt að stilla upp einföldu dæmi:

100 MW jarðhitavirkjun sem framleiðir eingöngu fyrir stóriðju getur selt 100.000 kW x 8200 klst = 820 GWst

100 MW jarðhitavirkjun sem framleiðir eingöngu fyrir almennan markað getur selt mest 100 MW rétt fyrir jól en aðeins 30 MW á næturna, að jafnaði 55-60 MW, eða 60.000 kW x 8200 klst 492 GWst. 

Mannvirkin tvö kosta það saman en nýtingarhlutfall virkjunarinnar sem framleiðir fyrir almenna markaðinn er 60% af nýtingarhlutfalli þeirrar sem framleiðir fyrir stóriðju.

Þannig er hægt að fá þessa tölu án djúpra vísinda og hagfræðiprófa.

Kveðja, Bjarni Pálsson

Bjarni Pálsson, 24.3.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhvern veginn er talan fengin út. Það verður þó að bera saman sambærilega hluti:

1. Ég veit ekki hvernig greint er á milli dreifi- og flutningskostnaðar. Það er þó líklegt að hjá stóriðjunni sé flutningskostnaðurinn talsvert hærri en í sölu til almennings, en dreifing þá lægri á móti. Því er líklega ekki rétt að draga bara dreifikostnaðinn frá.

2. Það er rangt að bera saman verð til stóriðju með virðisaukaskatti og verð til neytenda án virðisaukaskatts.

3. Verð til stóriðju hefur fram til þessa verði á milli 15 og 20 mills, en ekki 30 mills. Þar er talsverður munur á.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2010 kl. 17:05

3 Smámynd: Bjarni Pálsson

Sæll aftur Þorsteinn

Takk fyrir viðbrögðin - nokkrar athugasemdir:

1. Drefing fellst í því að taka spennu úr 220 eða 440 KV niður í lægri dreifuspennu, oft 11 kV, sem dreift er um hverfi borgarinnar í háspennustrengjum.  Þar eru aftur spennistöðvar sem taka rafmagnið niður í götuspennu í tengikassa of aftur þaðan á 440 V inn í hús hjá fólki.  Þetta er mjög dýrt kerfi, eins og þú sérð, dreifiþjónustan kostar rúmlega helminginn af heildsöluverði raforkunnar.  Þegar búið verður að skipta OR upp fengi OR orka, eða Landsvirkjun (samkeppnisrekstur) 3,94, OR veitur (einkaleifarekstur) 2,52 og Landsnet hf (einkaleifarekstur) 1,27.

Álver t.d. fá afhenda háspennta raforku inn á lóð.  Það er því engin dreifing og þar af leiðandi enginn dreifikostnaður fyrir hefðbundin stóriðjufyrirtæki.  Það er erfitt að giska á hvort flutningskostnaður sé ódýrari eða dýrari fyrir stóriðju.  Álagið er náttúrulega miklu jafnara en á móti kemur mikil krafa um afhendingaröryggi, t.d. tvær línur milli Fljótsdals og Reyðarfjarðar.

2. Réttmæt ábending, hreinlegra að tala um verð án vsk.

3. Ég veit ekki hvað stóriðjufyrirtæki eru að greiða fyrir raforku en það styttist í ársfund Landsvirkjunar og þá verður meðalraforkuverð til stóriðju væntanlega gefið upp.

Ég miðaði við raforkuverð úr trúnaðarskýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Hatch vann fyrir Norðurorku og RÚV komst yfir og hefur fjallað um að undanförnu.  Þar var miðað við 30 mills en ekki kom fram hvort flutningur (Landsnets) eða virðisaukaskattur væri innifalinn.  RÚV gerði mikið úr því að meðalorkuverð til álfyrirtækja í heiminum væri hærra, eða 36 mills, og verulega hærra í Evrópusambandinu og Kína.

Þó er þó ljóst að raforkuverð til álfyrirtækja hefur verið bundið við "heimsmarkaðsverð" á áli (LME að ég held) og er því ekki fasti heldur breytist stöðugt.  Álverð hefur sveiflast talsvert undanfarin ár, var um USD 1200 þegar ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin, fór hæst yfir USD 3000 2007-2008, niður í USD 1400 eftir bankahrun en hefur sveiflast í kringum USD 2000-2200 í um hálft ár.

Það er hins vegar rétt að benda lesendum á, ef einhverjir eru, að ástæða þess að dregið hefur verulega saman með raforkuverði til stóriðju og almenningsveitna felst fyrst og fremst í því að verð til stóriðju er í USD og tvöfaldaðist því í krónum talið við gengishrunið.

Bjarni Pálsson, 24.3.2010 kl. 18:50

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ótrúlegt bull í þessum Ragnari Guðmundssyni.  Staðreyndin er sú að stóriðjan er að kaupa og hefur alltaf keypt orku á tombólu prís hér á Íslandi.  Það var ekki að ástæðulausu að forstjóri Alcan montaði sig á heimasíðu Alcan hér um árið hversu hlægilega lágt orkuverð þeir borguðu á Íslandi.  Ég held að það sé heimska og einfeldningssháttur íslensku viðsemjandana sem þar sé um að kenna frekar en að einhver spilling og mútugreiðslur  hafi átt sér stað.  Landsvirkjun og OR hefur verið stjórnað af vanhæfum pólitískt skipuðum kjánum í gegnum tíðina og það endurspeglast í hörmulegri stöðu þessara fyritækja í dag.

Guðmundur Pétursson, 25.3.2010 kl. 02:12

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru gagnlegar athugasemdir og samanburður af þessum toga ekki einfalt mál. Það er hárrétt að verð til stóriðju er mun hærra nú en áður vegna gengishrunsins. Jafnframt hefur hins vegar fjármagnskostnaður tvöfaldast að sama skapi þar sem fjármagnað er í erlendum gjaldeyri. Endanlegi mælikvarðinn á þessa hluti er vitanlega arðsemin, annars vegar í sölu til stóriðju og hins vegar til almenningsveitna. Þar verður að hafa í huga að í raun er hér um tvær "atvinnugreinar" að ræða þar sem áhætta er mjög ólík.

Mælikvarðinn á það hvernig menn hafa staðið sig í samningaviðræðum liggur hins vegar í samanburði við orkuverð annars staðar að teknu tilliti til kostnaðarmunar kaupandans. "Rétt" verð endurspeglar nefnilega framboð og eftirspurn, ekki aðeins kostnað.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband