24.3.2010 | 12:59
Furðulegur málflutningur
Það er vægast sagt óábyrgt af forystumanni launþega að hafa uppi svona æsingamálflutning og hrapa að ályktunum um eitthvert samsæri fyrirtækja í landinu gegn launþegum.
Í fyrsta lagi má það vera hverjum manni ljóst að verðlagsáhrif gengishrunsins eru lengi að skila sér.
Í öðru lagi er ljóst að nýlegar skattahækkanir koma að sjálfsögðu fram í verðlagi. Stórhækkun tryggingagjalds eykur launakostnað verulega, hækkun tekjuskatts setur þrýsting á laun og svo framvegis.
Í þriðja lagi ræðst verðlag af framboði og eftirspurn. Það er út í hött að gera því í skóna að fyrirtæki hækki vörur umfram það sem markaðurinn tekur við. Það er líka út í hött að ætla að fyrirtæki verðleggi vörur sínar lægra en markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir þær.
![]() |
Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þessi málflutningur vekur furðu.
Líklegt er að "fyrirtæki" þurfi að verja "rýrnandi framlegð" til að geta greitt starfsfólki sínu laun og annan rekstrarkostnað, að ekki sé minnst á himinháan fjármagnskostnað.
Þá er einnig líklegt að "fyrirtækin" hafi þá og nú þegar, tekið á sig kostnaðarverðshækkanir af völdum rúmlega 100% gengisfalls, án þess að fleyti því út í verðlagið.
Nú er hins vegar búið að skafa niður í kviku, og rekstrarvænleiki fyrirtækisins verður að byggjast á því að það geti staðið undir föstum kostnaði og launakostnaði amk.
Virkar svoldið frasakenndur málflutningur hjá Gylfa.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2010 kl. 15:04
Nákvæmlega! Ég veit að mörg fyrirtæki gerðu sitt ítrasta til að halda verðhækkunum í skefjum eftir að gengið hrundi. Kaupmenn vissu sem var að yrði hækkunum fleytt út í verðlagið strax myndi salan einfaldlega hrynja.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2010 kl. 15:30
Við sættum okkur ekki við það að fyrirtækin í landinu ætli að leysa sín vandamál með því að velta þeim yfir á almenning.
Vinnueftirlit ríkisins hækkaði sína gjaldskrá umtalsvert um áramót fyrir skoðanir á tækjum.
Sættir þú þig við það??? að ríkið velti sínum vandamálum yfir á frosinn byggingar-jarðvegsvinnu markað?
Fyrir hvern vinnur þú Gylfi?
Stöðugleikasáttmáli velferðarríkisstjórnar....Hysja ÞÚ upp um þig buxurnar og farðu að vinna, og hættu þessum sleikjugangi við viðhlægjendur.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.