Nóg komið af svo góðu

Það er mikilvægt hverju samfélagi að hafa einn eða fleiri trausta fjölmiðla sem geta haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld.

Ég var satt að segja að vona að Morgunblaðið gæti orðið slíkur fjölmiðill. Það var það meira að segja um tíma, en það tímabil stóð stutt.

Því miður virðist blaðið nú farið í vegferð sem verður ömurlegri með hverjum deginum. Allt snýst um persónulegt skítkast og leiðindi út í hina og þessa eins og viðhengd "frétt" um fjármálaráðherra ber með sér.

Ritstjórar blaðsins eru nú tveir. Annar er traustur og reyndur blaðamaður sem hefur staðið sig vel í fyrri störfum. Hinn er gamall pólitíkus sem á harma að hefna og er síst þekktur fyrri málefnalegan málflutning. Líklega liggur vandinn þar.


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég vil benda þér á -  ÞJÓÐARLEIKHÚSIÐ KYNNIR

Þeirra eigin orð og gerðir - Grín og harmleikur í alltof mörgum þáttum.Fjallar um ummæli á árunum 87-91.

Samantektin í dag er á svipuðum nótum. Ekkert breytt - nema hvað núna má ekki taka upp orð forsvarsmanns ríkisstjórnarinnar SJS - svo má ekki heldur gagnrýna stjórnina.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.3.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er svo sannarlega enginn stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar. Mér finnst hins vegar sjálfsögð krafa að gagnrýni á hana sé málefnaleg en snúist ekki bara um eitthvert röfl um hver sagði hvað hvenær. Er það eitthvað nýtt að menn segi eitt í stjórnarandstöðu og annað í stjórn þegar þeir þurfa að takast á við raunveruleikann?

Það hefur verið eitt aðalvandamálið í íslenskri stjórnmálaumræðu lengi að mönnum tekst aldrei að fjalla um málefni heldur snýst alltaf allt um persónur og slúður eins og í einhverjum saumaklúbbi. Við eigum að geta gert þá kröfu til fjölmiðils sem gefur sig út fyrir að vera málsvari stjórnarandstöðunnar að hann standi sig betur en þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Svona samantekt er nauðsynleg - ekki síst í ljósi sögunnar -

einhvernveginn loðir það meira við suma flokka en aðra að tala á mjög óábyrgan hátt í stjórnarandstöðu -

Vissulega ber ð skoða málefni og það var gert í umfjölluninni - misvísandi afstaða leiðtoga stjórnarinnar er hinsvegar áhyggju og skoðunarefni.

Ég veit ekki til þess að aðrir forystumenn hafi verið jafn gargandi óábyrgir í sínum málflutningi -

stjórnarandstaðan í dag er búin að vera til fyrirmyndar og lagt margt gott til málann sem farið hefur verið eftir og bjargað því sem búið er að bjarga - skoða m..a. ummæli Össurar í þinginu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.3.2010 kl. 01:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það bjargar kannski forystumönnum stjórnarandstöðunnar nú að þeir eru nýir og hafa því ekki fengið tækifæri til að breyta um skoðun enn

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 287755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband