15.1.2010 | 09:24
Hvaða skilaboð er verið að senda?
"... ef Icesave lögin verði felld ... sé samningsstaðan hugsanlega verri," segir forsætisráðherra í útvarpsviðtali.
Nú á ég erfitt með að trúa því að forsætisráðherra sé svo skyni skroppin að hún ímyndi sér að Bretar og Hollendingar fái ekki í hendur þýðingu á þessum orðum. Hver eru þá skilaboðin sem hún vill koma á framfæri við samningsaðilana? Jú, vinsamlega semjið við okkur strax því ef þið frestið því verður staða ykkar betri!
Er hægt að ímynda sér slakari fulltrúa fyrir hagsmuni þjóðarinnar?
Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frá mínum bæjardyrum séð þá höfum "við" unnið til þess að kjósa um þetta Icesave - framhaldið kemur svo í ljós
við kusum þetta fólk sumt til að hugsa um ALLA Íslendinga - valdið er okkar og valið líka
Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 09:51
Sammála því. Og ég held reyndar að samningsstaða okkar styrkist fyrst fyrir alvöru þegar málinu hefur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, því þá fáum við væntanlega nýja ríkisstjórn sem getur komið fersk að málinu og sett fram okkar ítrustu kröfur.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2010 kl. 10:02
Já, slakari fulltrúa fyrir hagsmuni þjóðarinnar er vel hægt að ímynda sér. T.d. má nefna þau stjórnvöld sem voru við lýði fyrir hrun. Ég hugsa að þeirra framganga eða ef til vill framgönguleysi verði seint slegið út.
Páll Jakob Líndal, 15.1.2010 kl. 10:12
Þau stóðu sig ekki vel heldur. Það er rétt. Ótti og taugaveiklun réðu för. Það var hins vegar að mörgu leyti skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Nú hafa stjórnvöld hins vegar frábært tækifæri til að vinna betur úr stöðunni en þá er hlaupið fram með svona yfirlýsingar sem gagnast engum nema andstæðingum okkar. Þótt Geir og Solla hafi verið slöpp efast ég um að þau hefðu verið slappari en þetta.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2010 kl. 10:16
Ég veit ekki hvort aðgerðaleysi stjórnvalda fyrir hrun sé endilega svo skiljanlegt. Viðvörunarljós blikkuðu en í stað þess að bregðast við var hausnum stungið í sandinn.
Það er ekki eins og allt hafi verið í svo stórkostlegu lagi allt þar til bankarnir fóru á hliðina.
Þá er ég heldur ekkert viss um tækifæri stjórnvalda sé svo frábært en ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér.
Páll Jakob Líndal, 15.1.2010 kl. 10:42
Ég er sammála þér um sandinn og hausinn. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og mikilvægt að vera það. Annars lærum við ekkert. En við eigum líka að vera vitur fyrirfram. Það skortir á hjá forsætisráðherranum núna.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2010 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.