Kannski besta hugmyndin?

Helsti vandi Íslendinga liggur í fámenninu. Það veldur því að kunningja- og ættartengsl ráða allt of miklu bæði í efnahags- og stjórnmálalífi. Með sameiningu við Noreg yrðum við hluti af öflugu sjálfstæðu ríki sem vel hefur gengið að stjórna og nýtur virðingar á alþjóðavettvangi.

Það kemur ekki á óvart að íslenskir þingmenn séu þessu andvígir, enda myndu þeir þá glata áhrifum sínum. En er það ekki bara gott?


mbl.is Norðmenn styðja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hið besta mál,

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Eini vandinn það vill þá enginn í vinnu

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 10:26

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, þakka þér fyrir, Þorsteinn minn, þetta er afleit hugmynd. Stattu með lýðveldinu, og strengdu þess heit að velta úr sessi þeim vonlausu stjórnvöldum sem við höfum. Við losnum ekki við krata- og kommaveldið hér með því að láta innlimast í annað krata- og kommaveldi. Ráðum sjálf giftu okkar, og gefum okkur í það af krafti að endurskapa þetta land til betri framtíðar.

Annars á ég grein um málið hér: Virkjum vináttu Norðurlandaþjóða okkur í hag.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 10:29

4 Smámynd: A.L.F

Hef verið á þessari skoðun síðan hrunið varð. Við værum best geymd undir stjórn Noregs, við erum of fámenn og með of spillta stjórnendur til að rekja þetta land.

A.L.F, 13.1.2010 kl. 10:30

5 Smámynd: Sigurður Helgason

Jón Valur,,,,,, það er ekki nóg að losna við þá, við verðum að losna líka við bænda níðingana og útrásarblokkin,

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 10:37

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bændaníðingana? Hvað áttu við? Talaðu frekar um þá níðinga sem ætla sér að leggja hundraða milljarða króna ólöglegar sektargreiðslur á okkur fyrir það eitt að vera til – og af þvi að þeir eru svo skelfing hræddir við að verða beittir refsiaðgerðum, ef við beygjum okkur ekki í duftið til að skrifa upp á lygapappíra þeirra og svik. Niður með þá vanhæfu, vondu stjórnmálastétt. Látum hana ekki komast upp með að ganga hér um glottandi án þess að verða vítt hvarvettna sem hún lætur sjá framan í sig.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 10:48

7 identicon

Jón Valur er bara úti á þekju ... gangandi um glottandi... ? Hefur stjórnin verið að gera það? Ísland væri miklu verr sett með Framsókn og Sjálfstæðisflokk við völd. Það er meginástæðan fyrir þeim sorarpytti sem við erum í: valdaseta Sjálfstæðisflokksins og þeirra fylgismanna síðustu 18 ár eða svo. Reyndu að halda öðru fram. Reyndu líka að halda öðru fram en þeirri staðreynd að það var ríkisstjórn Geirs Haarde sem samþykkti að Ísland yrði ábyrgt gagnvart tryggingarinnistæðum fólksins í Bretlandi og Hollandi í icesave-málinu.

Ég er mikið fyrir lýðræði og er stoltur Íslendingur. Ég er ekki að svara því hvort ég vilji ganga Noreg á hönd, en það eru samt til margar vitlausari hugmyndir - sem yrðu einmitt verri fyrir Ísland: það t.d. að Sjallar kæmust aftur til valda.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 10:56

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafðirðu það svona slæmt fyrir 8 árum, Doddi? – fyrir einkavæðingu bankanna. Reyndar eru bankar í Evrópu yfirleitt allir einkabankar. Jafnvel þessi heitteskaða vinstri stjórn þín er búin að einkavæða tvo af stóru bönkunum þremur – og í þetta sinn er lítið vitað, hverjir eignuðust þá!

Ríkisstjórn Haarde gerði EKKERT sem var þjóðréttarlega bindandi fyrir ríkið eða þjóðina til að borga Icesave-reikninga einkabanka, um það er jafnt Ingibjörg Solrún Gísladóttir (þitt fyrrverandi eiðarljos?) og Mishcon de Reya-málflutningsstofan ásamt okkar frábæru lögfræðingum Stefáni Má Stefánssyni og Lárusi Blöndal o.m.fl. sammála. Ríkisstjórnin hafði heldur ekki leyfi til neinna slíka fjárhagsskuldbindinga skv. stjórnarskránni, sjá HÉR.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 11:10

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað hitamál hvort fórna eigi sjálfstæðinu eða ekki. Það má samt ekki verða að flokkspólitísku máli: Núverandi stjórnvöld eru slöpp. Það var síðasta stjórn líka og væntanlega mun helmingi þjóðarinnar ávallt finnast stjórnvöld standa sig illa. Spurningin um bandalag við Noreg snýst hins vegar ekki um þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2010 kl. 11:30

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta á ekki að vera neitt "hitamál", Þorsteinn. Það eru landráð og/eða stjórnarskrárbrot að stefna með virkum aðgerðum að því að koma landinu undir Evrópubandalagið eða Noreg.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 11:52

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Valur: Það eru auðvitað engin landráð að hafa þá skoðun að illa gangi að stjórna hér landinu og orsök þess sé fámennið. Og þá eru það heldur ekki landráð að álíta að kannski væri betra að vera hluti af stærri heild. Landráð snúast um að vinna að hagsmunum annarra ríkja á kostnað síns eigin lands. Það eru ekki landráð að leita leiða til að bæta lífsskilyrði og stjórnarfar þegnunum til hagsbóta.

Upphrópanir um landráð, sósíalisma eða annað eru þessari umræðu ekki til framdráttar og reyndar engri annarri heldur. Það er miklu meira gaman að ræða mál málefnalega.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2010 kl. 12:03

12 identicon

  Það væri ýmislegt gott við þessa uppástungu hjá þér, Þorsteinn, og margt þar auki sem við þyrftum að læra af Norðmönnum.  Við erum algjör örþjóð, ein sú fámennasta í heimi.  Og heimtum að hér séu sömu lífsgæði eins og hjá þeim allra ríkustu.  Og full af sjálfbirgingshætti annars vegar og minnimáttarkennd hins vegar.  Og óstýrilát með afbrigðum.  Það voru líka þeir "óþægu", sem numu hér land, á flótta frá honum Haraldi hárfagra,  flýjandi frá sköttunum var það ekki ?

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:12

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sagði, Þorsteinn: "með virkum aðgerðum". Sem betur fer er mönnum ekki refsað fyrir hugsanir sínar hér á landi – og þó, kannski er það svo! Skammsýnn, (félags)pólitískur rétttrúnaður gerir stundum kröfu um refsingu fyrir það, þegar menn hugsa upphátt – eða refsar í reynd með "social ostracism" ('brennimerkingu' og útskúfun frá ýmsum vettvangi)!

Ég er sammála þér, að landinu er illa eða jafnvel alls ekki stjórnað, en orsök þess er EKKI "fámennið". Er Færeyjum illa stjórnað? San Marino? Andorra (86.000 íbúar)? Mónakó (33,000 íbúar), Vatíkaninu (800 íbúar!)? Mér finnst alveg fráleitt að gefa sér, að fámennum ríkjum sé illa stjórnað. Hvaða minnimáttarkennd er þetta? Ekki eru næstu þjóðir, Grænlendingar (5,5 sinnum færri en við) og Færeyingar (6,5 sinnum færri en við) á þeim buxunum að stefna frá sjálfstæði, heldur TIL meira sjálfstæðis. AF HVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ GEFAST UPP? Eigum við að verða þeim að vorkunnarefni eða aðhláturs?

Hugsaðu þetta nú skýrar. Ég hef haft álit á þér og þínu fólki, en lízt illa á blikuna, ef þessi defeatism, uppgjafarhyggja, er að ná tökum á þér. Þá væri nú betra að rugga hér mönnum af valdastólum með mótmælum og uppþotum, þangað til þeir gefast upp á limminu. Þeir eru ekki ómissandi, það er hægt að kjósa nýja ráðamenn, en til þess þyrftu menn líka helzt að sameinast um kröfuna um eitt kjördæmi fyrir landið eða aðra nauðsynlega betrumbót á kjördæma- og kosningakerfinu, sem ég hef skrifað allmikið um. Ef það er aftur á móti þjóðin, sem þú telur vandamálið (einkum þeir sem fylgja SF og VG hugsunarlítið), þá leysirðu ekkert það vandamál með því að innlima hana í annað ríki; þjóðin heldur áfram að vera til, nema hvað hætt væri við, að hún færi að tala norsku – æ, æ!

Annars stefna vinstri foringjarnir hraðbyri að því ástandi, að hér komi upp nýir vinstri flokkar eða bara einn slíkur, því að eftir 10–15 ár vilja fáir vera þekktir fyrir að fylgja Samfylkingu og Vinstri grænum eftir allt þeirra blöskranlega glapræði og þjóðarsvik – en hins vegar hættir ekki að vera viss þörf fyrir vinstri flokka – a.m.k. sálræn þörf!

Jú, Þorsteinn, að stefna með virkum aðgerðum að innlimun Íslands í evrópska stórríkið, eru landráð. Það voru framin landráð í sumar, að því leyti sem stefnt var á þetta, án þess að það væri heimilt skv. stjórnarskrá. Vertu ekki svona hræddur við orðið landráð – það fyrirbæri hefur einmitt verið á döfinni í tíð þessarar vinstri stjórnar, sem þú ert ekki par hrifinn af.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 23:48

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er þá ástæða þess að Íslandi er illa stjórnað?

Og varðandi ESB, eru þá stjórnendur allra aðildarríkjanna landráðamenn?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.1.2010 kl. 09:09

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Norðmenn vilja okkur ekki! Það erum við sem verðum að moka skítinn eftir okkur sjálf bara vona að það hægt

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 16:36

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll aftur, Þorsteinn. Áugaverð er umræðan. Það er mikið mál að fjalla um, af hverju Íslandi sé illa stjórnað. Kannski bezt að benda þér á próf. Ragnar Árnason um réttu lausnirnar! – ekki þær sósíalísku, ekki feimnina við að skera niður af ótta við fylgishrun hjá elztu stuðningsöflum "vinstri flokkanna", sem eru fyrst og fremst félagsmæalafólk og opinberir starfsmenn (hygg ég) fremur en fátæk alþýða.

En seinni spurning þín er líka ábúðarmikil. SVAR: Þú getur ekki á nokkurn hátt líkt stöðunni, sem við fengjum í Evrópubandalaginu, við ríkjandi stöðu stórþjóðanna þar – Þjóðverja, Frakka, Ítala, Breta, Spánverja, Pólverja; þessi sex ríki munu líka auka atkvæðavægi sitt þar úr núverandi 49,3% í 70,4% árið 2014 (sjá HÉR!).

Við höfum ekkert að gera með að bera okkur saman við jafnvel Svía, sem eru 29 sinnum fleiri en við og búa ekki við þær aðstæður að eiga gífurlega gjöful fiskimið, sem ennþá stærri þjóðir (Spánverjar*, 46 milljónir, Bretar, 62 milljónir, Þjóðverjar, 82 milljónir, o.fl.) ágirnast og fengju allt vald yfir, ef þær vildu, en við aftur á móti með 0,06% atkvæðavægi í þessu evrópska stórveldi (eftir 2014), ef við létum fallerast og innlimast í óskapnaðinn!

* Sbr. þessa grein: Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" og aðra grein: Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 19:42

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eru ekki allir smeykir við að skera niður? Ekki er annað að sjá á þróuninni undanfarin ár.

Það eru fleiri í ESB en stórþjóðirnar. Punkturinn snýst ekki um stærð heldur um að þátttaka kallar á valdaafsal. Ef valdaafsal er nauðsynlega landráð eins og þú heldur fram hljóta t.d. stjórnendur Grikklands að vera landráðamenn, ekki satt (og allir aðrir í bandalaginu líka). Hugtakið landráð á einfaldlega ekki heima í þessari umræðu.

En fyrst þú minnist á fiskimiðin veit ég ekki betur en þau séu nú í eigu erlendra kröfuhafa bankanna hvort sem er.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.1.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband