Þurfum að geta treyst þingmönnum til að segja satt

Gagnrýni Ólínu Þorvarðardóttur á málflutning Lipietz grundvallast á þeirri staðhæfingu að hann hafi talað um dótturfélög þegar um útibú hafi verið að ræða.

Ekki verður annað séð en þetta sé rangt og Lipietz hafi einmitt talað um útibú.

Ég ætla ekki að fjalla hér um þá sjálfsögðu skyldu þingmanna að gæta hagsmuna þjóðar sinnar. Hún virðist ekki lengur í tísku hjá mörgum þeirra. En hvað sem því líður verðum við að geta gert þá grunnkröfu til þingmanna að þeir afflytji ekki málflutning utanaðkomandi fólks vísvitandi eins og Ólína Þorvarðardóttir virðist gera hér.


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bið þig ekki erfa þetta við Ólínu, menn geta ekki gert ráð fyrir neinu öðru úr þessari átt.

Hún titlar sig samt ,,Alþingismaður, fræðimaður, rithöfundur ... " (sf bloggihennar á Eyjunni)  semsagt ljúgfróð.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 11.1.2010 kl. 11:17

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ætti kannski frekar að titla sig skáld.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Lilja Mósesdóttir var í viðtali í morgun í útvarpinu á einhverri rásinni.  Hún þekkir vel til þessa Alain Lipietz og hans fræðilegu starfa.  Hún taldi að Björn Valur og aðrir ættu að fara varlega í nákvæmlega þessari gagnrýni sinni.  Hún taldi hann efnislega hafa rétt fyrir sér, sagði að hugsanlega kynni einhverjir tungumálaerfiðleikar orðið til þess að viss ónákvæmni hefði komið fram t.d. þetta með útibú og dótturfélög.  Lilja sagði að það hefði verið mun betra ef viðtalið við hann hefði farið fram á móðurmáli hans. 

Hvernig væri nú fyrir fólk sem kann að hugsa líkt og Björn Valur og Ólína Þorvarðardóttir, að það prófaði bara að láta íslenskan málstað njóta vafans á meðan það kannar nánar efnisatriðin?  Í stað þess að geysast fram á blogvöllinn eins og fíll í postulínsbúð!

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:07

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvernig eigum við að geta treyst þessu fólki fyrir því að hjálpa okkur almenningi börnum og barnabörnum ekki get ég það.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband