4.1.2010 | 21:08
Var það þá tilgangurinn?
Eins og fram hefur komið hefði mátt fá nánast sömu niðurstöðu með því að hækka persónuafslátt og skattprósentu án þess að breyta kerfinu sjálfu. Maður hlýtur því að velta fyrir sér hvort tilgangurinn með þessari breytingu sé aðeins sá að búa til fleiri störf hjá ríkinu.
Ekki má hins vegar gleyma því að kostnaðurinn af þessari breytingu er í raun margfalt hærri en nemur kostnaði skattstjóra. Breyta þarf flestöllum launakerfum í landinu, uppgjör fyrirtækja verða flóknari og síðast en ekki síst veldur þetta gríðarlegu óhagræði fyrir þann fimmtung launamanna sem gegnir fleiri en einu starfi.
Skattabreytingar kosta 89 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta skilja vinstrimenn ekki, Þorsteinn.
Eini tilgangurinn með þessu er að reyna að jafna kjörin og þá skiptir engu máli hvort þetta komi lægra launuðum til góða, eða ríkissjóði. Bara að þeir geti sýnt að bilið milli hærri og lægri launaðra minnki. Skítt með það þó kjör þeirra lægstu versni jafnvel... svo framarlega að jöfnuður næst
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 00:47
... komi lægra launuðum til góða, eða ekki... átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 00:48
Það að rústa staðgreiðslukerfinu og koma á þrepaskiptum tekjuskatti sem jafnframt skal innheimta með þeim hætti í staðgreiðslukerfinu kostar mikla fjármuni fyrir ríkið og þjóðfélagið í heild. Jöfnuður er ekki að nást með þessu kerfi, þvert á móti hækka skattar mest á þá lægst launuðu og millifjárhæðir launa, en þeir hæst launuðu sleppa best. Rétt hækkun persónuafsláttar, skattlagning inngreiðslu í séreignarlífeyrissjóð sem og að skattleggja innstæður þar, auk einhverrar hækkunar staðgreiðsluprósentu hefði skilað meiri jöfnuði, meiri tekjum og sparað mikinn tilkostnað.
Maður með 150.000 í skattskyldar tekjur borgar á árinu 2010, 68,76% hærri skatt í krónum talið en ef persónuafsláttur hefði verið hækkaður skv. áður gildandi lögum.
Þrátt fyrir að í það minnsta ákveðnum hugbúnaðarfyrirtækjum hafi nú þegar tekist vel upp í að breyta launakerfum þá ná þau aldrei fullkomlega utan um það rugl sem boðið er upp á skattkerfinu með því m.a. að menn færist milli skattþrepa þegar unnið er hjá fleiri en einum aðila auk ýmissa annarra tilfærslna. Launþegar eiga í auknum mæli eftir að fá ranga útreikninga og það án þess að skilja í hverju það liggur, auk þess sem það verður algjör martröð að fá álagningarseðlana 1.ágúst 2011 með leiðréttingum fram og til baka hjá langstærstum hluta skattgreiðenda.
Skattaeftirlitið verður flóknara og mannfrekara og það á sama tíma og verið er að umbreyta skipulagi hjá skattstofum landsins.
Þetta skapar síðan sennilega meiri vinnu á árinu 2011 hjá mönnum eins og mér sem annast skattframtalagerð því fólk mun í auknu mæli þurfa að leita til fagmanna til þess að tryggja réttláta skattlagningu í þessu nýja og flókna kerfi. Slíkt er jákvætt fyrir þá sem við slíkt vinna en kostar skattgreiðendur aukin fjárútlát á móti.
Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 14:56
Og svo bætist sjálfsagt við aukin tilhneiging til skattsvika. Stór hópur fólks mun verða í stöðugum línudansi.... að vera "réttu" megin við þrepin. Svört atvinnustarfsemi mun aukast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 15:19
Þegar skattar eru hækkaðir upp fyrir "þolmörk" eins og gert er með hækkun tekjuskatts, raunlækkunar persónuafsláttar, hækkunar á efri þrepi vsk (upp í nýtt heimsmet) og hækkunar áfengis- og tóbaksgjalda svo dæmi séu tekin, þá skapar það skilyrði til svartrar atvinnustarfsemi, smygls, bruggunar og annarra miður góðra hliðarráðstafana. Verðlag á ólöglegum fíkniefnum er að hækka skv. fréttum og það er án efa vegna aukinnar eftirspurnar því í þeim heimi gilda lögmál framboðs og eftirspurnar.
Skattlagningargleði núverandi ríkisstjórnar hefur því miður þveröfug áhrif miðað við tilganginn og dregur úr (sýnilegri) neyslu og veldur því að minna skilar sér í ríkiskassann í krónum talið af neyslusköttum. Það dugar ekki að hækka álögur stöðugt ef samneysla dregst saman. Þá eru menn alltaf að elta skottið á sér og fara í stanslausa hringi.
Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.