16.3.2022 | 20:42
Til að skilja málflutning Pútíns þarf maður að þekkja Solsjenitsín
Ég horfði áðan á brot úr nýlegri ræðu Pútíns, þar sem hann talar fyrir þjóðerniskennd og gagnrýnir af mikill hörku þá sem ekki séu þátttakendur í örlögum rússnesku þjóðarinnar. Hann kallar þá svikara og sníkjudýr. Hann talar um að hreinsa þurfi rússneskt samfélag af spillingu og óeðli.
Rússneski andófsmaðurinn Alexander Solsjenitsín varð frægur og dáður á Vesturlöndum fyrir ádeilu sína á sovéskt samfélag og stjórnarfar í hinni merku bók sinni, "Gúlag eyjaklasinn". En þetta merkir ekki að hann hafi verið fylgismaður vestrænna gilda og lýðræðishefða, heldur var hann rússneskur þjóðernissinni og leit á Rússland sem sérstakan menningarheim, sem byggði á öðrum gildum og viðhorfum en Vesturlönd. Hann var talsmaður hinnar sérrússnesku þjóðernisstefnu sem er í eðli sínu trúarleg, eiginlega í ætt við dulhyggju, fremur en veraldleg. Þar endurspeglaði hann ýmsa rithöfunda og heimspekinga 19. aldarinnar, t.d. Dostojevskí og Séstof.
Það er auðveldara að átta sig á málflutningi Pútíns og þýðingu hans ef maður skoðar hann í ljósi skrifa þessara manna.
Hér má sjá ræðubútinn.
Bloggfærslur 16. mars 2022
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar