Hvað er persónuleg ábyrgð?

Rakst á þessa frétt og viðtal við þennan lögreglumann áðan. Hann hneykslast á bréfi samtakanna Frelsi og ábyrgð, sem sent hefur verið fjölmörgum einstaklingum sem bera ábyrgð á velferð barna. Lögreglumaðurinn segist hafa móðgast "fyrir hönd ríkisstarfsmanna sem séu "skyldugir til að framfylgja reglum".
Ríkið, eða fyrirtækið, getur ekki haft neitt siðferði. Það getur aldrei verið ábyrgt gjörða sinna. Siðferði snýr ávallt að einstaklingnum sjálfum. Hann getur aldrei skýlt sér á bak við það að hann sé bara að "framfylgja reglum". Sé einstaklingi uppálagt að framfylgja reglum sem eru siðferðilega rangar er það skylda hans að neita, og láta af starfi sínu ef þess þarf.
Þess vegna er bréf samtakanna afar mikilvægt. Það þvingar nefnilega þá sem yfirleitt skýla sér á bak við reglur til að taka sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum.
Það er ekkert hneykslanlegt við að krefjast þess að fólk sýni siðferðilega ábyrgð. Það er þvert á móti skylda þess að gera það. Starfsskyldur geta aldrei gengið framar þeim skyldum sem persónuleg ábyrgð einstaklingsins skapar honum.
Set hér með hlekk á ritgerð sem ég skrifaði um þetta efni fyrir margt löngu https://www.researchgate.net/.../272148007_Corporations...

mbl.is Hissa á Arnari „að spila þennan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2022

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband