Stefna Sjálfstæðisflokksins að mismuna fólki?

Athyglivert ef það er nú orðin stefna Sjálfstæðisflokksins að mismuna fólki eftir því hvort það hefur verið bólusett eða ekki. Þessi manneskja virðist ekki skilja að um leið og tekið er að úthluta einstaklingsfrelsinu eins og um einhver sérréttindi sé að ræða þá er um leið verið að afnema það.

Það kæmi hins vegar ekki á óvart að margir í þeim hópi sem hér er lagt til að njóti þeirra sérréttinda að geta farið í sund séu svo uppteknir af sjálfum sér að þeim finnist sjálfsagt að fá slík sérréttindi. Og þetta er einmitt leiðin sem gjarna hefur verið farin til að afnema almenn réttindi, breyta þeim í sérréttindi og treysta á að sérhyggjan ljúki verkinu. Slíkt er auðvitað ákaflega traust leið til að afnema frelsi og mannréttindi.

Ég vil fá svör við því hvort það er stefna Sjálfstæðisflokksins að einstaklingsfrelsið sé ekki frelsi allra heldur aðeins frelsi sumra. Er það stefna flokksins að mannréttindi séu ekki almenn, heldur eitthvað sem stjórnvöld úthluti að eigin geðþótta?


mbl.is Hvetur til opnunar sundlauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2021

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 288222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband