19.9.2020 | 21:15
Guði sé lof að það var bara arsenik
Það var verið að afferma bát á Djúpuvík. Grunur lék á og almannarómur taldi að smyglvarningur, meðal annars bjór, væri í bátnum. Í tunnu sem skipað var upp var efni sem tveir verkamenn héldu að væri bjór í föstu formi. Mennirnir neyttu efnisins og dóu báðir. Í fréttum Ríkisútvarpsins var sagt að mennirnir hefðu orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpuvík. Um misskilning var að ræða þar eð efnið sem talið var bjór í föstu formi var í raun arsenik. Ritstjórinn sendi leiðréttingu til Ríkisútvarpsins, en áður en leiðréttingin kom fram barst blaðinu skeyti frá Landssambandi kvenfélaga í sveitum gegn bjórflutningi til Íslands. Í skeytinu sagði:
Hr. ritstjóri,
sakir voveiflegrar morgunfréttar í útvarpinu í dag, þess efnis að tveir verkamenn hafi orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpvík í morgun, leyfum vér oss að láta í ljós skelfíngu vora útaf lífshættulegum drukk sem ógnar eiginmönnum vorum og sonum. Vér treystum yður að gefa í blaði yðar fullnægjandi skýringar á þessu voðalega atviki. Vér krefjumst þess í nafni heilsu og velferðar íslensku þjóðarinnar að þessum óttalega vökva verði helt niður í niðurhellíngarstöðinni á Akureyri.
Undir skeytið rituðu 25 konur.
Ritstjórinn sendi Kvenfélagasambandinu svarskeyti með leiðréttingu:
Háttvirtu frúr:
Það var ekki bjór, heldur arsenik.
Virðingarfyllst, ritstjóri Norðurhjarans, Djúpvík.
Svar barst frá Kvenfélagasambandinu:
Til herra ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúpvík.
Guði sé lof það var bara arsenik.
Stjórnin.
(Guðsgjafaþula, bls. 259-26, útg. Helgafell 1972.)
Nú, þegar einhver deyr, hvort sem það er af náttúrulegum orsökum, afleiðingum heimatilbúinnar kreppu eða öðru, segjum við: "Guði sé lof að það var ekki kóvíd."
Það er sama hve margir deyja, bara svo lengi sem það er ekki kóvíd.
![]() |
Stjórnvöld fara yfir stöðuna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2020 | 14:39
Með öndina í hálsinum
Við hljótum auðvitað öll að bíða með öndina í hálsinum eftir spálíkaninu frá gaurnum. Enda hefur það spáð svo svakalega rétt fyrir um þróunina, ekki satt? Og að sjálfsögðu hneigjum við okkur í auðmýkt þegar stúfurinn tekur undir með Kára og Þórólfi og ályktunum þeirra. Það er auðvitað tölfræðilega ómögulegt að þessi þrenning hafi rangt fyrir sér, það segir amk. líkanið hans. Og það spáir vitanlega alltaf rétt, nema kannski síðast, þaráður og þar-þaráður. En "who cares?"
![]() |
Nýtt spálíkan eftir viku til tíu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2020 | 11:37
Stefna Kára bíður skipbrot
Stefnan sem forstjóri dótturfélags lyfjafyrirtækisins AmGen, sem af einhverjum furðulegum ástæðum hefur verið eftirlátið allt vald í sóttvörnum hérlendis (svona eins og ef Þorsteinn Már yrði fenginn til að stjórna kvótakerfinu) lét stjórnvöld taka upp, og snerist um að loka landinu fyrir ferðamönnum til að hægt væri að slaka á sóttvörnum innanlands, hefur beðið skipbrot. Það er augljóst hverjum þeim sem lítur á þessar nýjustu tölur og þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til.
Landinu var lokað 19. ágúst, en eins og fjölmargir bentu á, en ekkert var vitanlega hlustað á, voru að sjálfsögðu til staðar smit úti í samfélaginu og bersýnilegt að þau myndu dreifa sér með tíð og tíma.
Og árangurinn? Þúsundir til viðbótar á atvinnuleysisskrá, tugir eða hundruð sem munu láta lífið vegna afleiðinga hinna vanhugsuðu aðgerða sem grundvölluðust á óðagoti og ofsahræðslu og algerri vöntun á þeirri heildarsýn sem er grunnur siðlegrar ákvarðanatöku í stjórnmálum.
![]() |
75 ný innanlandssmit: tveir á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 19. september 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar