"Spörum" við 111 störf fyrir hvert smit sem hverfur?

Samkvæmt gögnum á covid.is eru nú 115 manns í einangrun með Covid-19. Þar af eru 9 útlendingar.

Virk smit samtals frá 18. júní eru 274. 83 greind á landamærum, 191 innanlands. Sé núverandi skipting í Íslendinga og útlendinga notuð eru þá 20 þessara smita af erlendum uppruna.

Nú hefur landinu í raun verið lokað fyrir erlendum ferðamönnum, enda undantekning að fólk fari í frí til að dvelja í sóttkví á meðan. Þessari ráðstöfun hlýtur að vera ætlað að fækka umtalsvert smitum sem hingað berast með útlendingum.

Samkvæmt því sem kunnáttumenn í ferðaþjónustu segja mér má búast við að um fimm þúsund manns bætist á atvinnuleysisskrá vegna þessara aðgerða.

Gefum okkur nú að þetta skili góðum árangri og smitin fari niður um kannski þrjá fjórðu, úr tuttugu niður í fimm á tveggja mánaða tímabili. Og sýnum líka ofurbjartsýni og reiknum með að það komi bóluefni og verkefninu ljúki á sex mánuðum. Á því tímabili sparast þá 45 smit.

Niðurstaðan er þá að fyrir hvert smit sem næst að hindra tapist 111 störf. 111 fjölskyldur sem lenda á vonarvöl til að koma í veg fyrir að hingað slæðist einn útlendingur með flensu sem drepur tvo af hverjum þúsund sem fá hana.

Það hlýtur að mega hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir svo frábæran árangur!

Orðunefnd hlýtur að taka málið upp án tafar.


mbl.is Safna undirskriftum gegn sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband