Lausaganga húsflugna á Akureyri

Nýverið var flutt á RÚV löng frétt um að kisi nokkur hefði farið inn um opinn glugga hjá frú einni á Akureyri og gert stykki sín í stofusófann. Frúin var að sjálfsögðu svekkt yfir þessu og sá það helst til ráða að banna köttum á Akureyri að vera úti. Það þótti henni væntanlega einfaldara en að passa að hafa gluggana lokaða þegar hún færi í frí.

Í gær var svo bætt um betur og rakið í ennþá lengri frétt að húsflugur öngruðu nú Akureyringa sem aldrei fyrr. Jafnvel meira en utanbæjarmennirnir, en þeir munu orsök þess að ákveðið hefur verið að leggja niður dýflissuna á Akureyri, enda afbrot öll á ábyrgð hinna aðkomnu og þægilegra fyrir alla að þeir séu sem næst heimahögunum. Og nú hefur víst bæst við undirskriftasöfnun þar sem krafist er banns við lausagöngu húsflugna á Akureyri.

Utanbæjarmenn, kisur og húsflugur. Hvað verður næsta frétt um? Maður bíður spenntur.


Bloggfærslur 29. júlí 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband