29.7.2020 | 22:23
Lausaganga húsflugna á Akureyri
Nýverið var flutt á RÚV löng frétt um að kisi nokkur hefði farið inn um opinn glugga hjá frú einni á Akureyri og gert stykki sín í stofusófann. Frúin var að sjálfsögðu svekkt yfir þessu og sá það helst til ráða að banna köttum á Akureyri að vera úti. Það þótti henni væntanlega einfaldara en að passa að hafa gluggana lokaða þegar hún færi í frí.
Í gær var svo bætt um betur og rakið í ennþá lengri frétt að húsflugur öngruðu nú Akureyringa sem aldrei fyrr. Jafnvel meira en utanbæjarmennirnir, en þeir munu orsök þess að ákveðið hefur verið að leggja niður dýflissuna á Akureyri, enda afbrot öll á ábyrgð hinna aðkomnu og þægilegra fyrir alla að þeir séu sem næst heimahögunum. Og nú hefur víst bæst við undirskriftasöfnun þar sem krafist er banns við lausagöngu húsflugna á Akureyri.
Utanbæjarmenn, kisur og húsflugur. Hvað verður næsta frétt um? Maður bíður spenntur.
Bloggfærslur 29. júlí 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar