9.12.2020 | 18:23
Covid og sóttvarnir - siðferðileg álitamál
Fimmtudaginn 10. desember kl. 16.30 munum við Dr. Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard Medical School ræða við heimspekingana Dr. Alberto Giubilini sérfræðing við Oxfordháskóla og Dr. Vilhjálm Árnason prófessor við HÍ um nokkur siðferðilega álitamál tengd Covid-19.
Meðal umræðuefna:
- Er siðferðilega réttlætanlegt að horfa framhjá afleiðingum aðgerða gegn veirunni þegar sóttvarnaráðstafanir eru ákveðnar?
- Hver eru siðferðilegu álitamálin þegar kemur að mögulegri skyldu til bólusetninga eða að skerða mannréttindi fólks sem ekki kýs að láta bólusetja sig?
- Er allt mannlegt líf jafn mikilvægt? Er siðferðilega réttlætanlegt að telja líf ungs einstaklings mikilvægara en líf aldraðs einstaklings, eins og gjarna er gert við ákvarðanatöku um meðferðarkosti í heilbrigðiskerfinu?
Streymi af fundinum verður hér
9.12.2020 | 15:08
Litakóðakerfi með einum lit
"Aðspurður segir Þórólfur að staðan geti orðið betri en hún er í dag, þegar smit hætta að greinast í eins miklum mæli og nú í samfélaginu."
Skilningur þessa snillings á hugtakinu "í miklum mæli" er bersýnilega svolítið sérstakur. Það greinast örfá smit á dag og allt er á rauðu. Hvernig verður það á litinn ef það greinast 50 smit á dag? Jú, líka rautt. Og ef þau eru fimm? Jú, líka rautt.
Það væri gaman að vita hversu margir ráðgjafartímar hafa farið í að búa til þetta stórskemmtilega eins-litar litakóðakerfi. Hvað ætli það hafi kostað? En skemmtilegast held ég að hefði verið að vera fluga á vegg á fundum starfshópsins sem eflaust lagði marga mannmánuði í að útfæra ...
... litakóðakerfi, með einum lit!
Vá!
![]() |
Þess vegna erum við á rauðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 9. desember 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar