3.11.2020 | 11:48
Velferðarnefnd: Spurningarnar sem brenna á okkur?
Þar til fjöldasmit kom upp á öldrunardeild LSH á Landakoti hafði einn látist í síðari bylgju faraldursins, smit voru álíka mörg og í fyrri bylgjunni, þegar tíu létust. Nú hafa sex manns til viðbótar látist á örskömmum tíma. Allt aldrað fólk. Ég votta aðstandendum allra sem látist hafa samúð mína.
Í kjölfar þessa fjöldasmits voru sóttvarnaraðgerðir hertar verulega, skólastarf sett á hliðina, verslun og þjónusta trufluð enn meira og var þó nóg samt. Lítið fór hins vegar fyrir trúverðugum sóttvarnaráðstöfunum innan spítalans, þar sem rótin lá.
Við vissum fyrir að pestin er hættuleg gömlu og veiku fólki. En skólabörnum er hún hættulaus, og raunar flestum undir 50-60 ára aldri. Væri dánarhlutfallið ekki svona hátt meðal gamla fólksins væri eflaust ekki um neinar sérstakar ráðstafanir að ræða vegna þessarar pestar.
Á morgun mun Velferðarnefnd Alþingis fjalla um málefni Landspítalans.
Munu þingmenn spyrja hversu mörg þessara dauðsfalla megi rekja til þess að smit fékk að grassera óhindrað þar sem elsta og veikasta fólkið dvaldi? Munu þeir fá svör?
Munu þeir spyrja hvaða alvöru ráðstafanir hafi verið gerðar, hvort hólfaskipting sem átti að vera til staðar sé það nú? Munu þeir sætta sig við lélegar afsakanir eða ekki?
Og munu þingmenn spyrja hvers vegna því er statt og stöðugt haldið fram að Landspítalinn ráði ekki við hlutverk sitt þegar innlagnir vegna Covid-19 hafa samtals verið tæplega 300 á árinu, meðan innlagnir á síðasta ári voru 25.000 í heild? Munu þeir fá svör við því?
![]() |
27 innanlandssmit 10 utan sóttkvíar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 3. nóvember 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar