27.10.2020 | 12:26
Taka verður greinum á vísindavef með fyrirvara
Meira og minna allar þær aukaverkanir sem hér er lýst eru þekktar aukaverkanir annarra veirusýkinga svo sem inflúensu. Þetta sýnir fjöldi rannsókna.
Í þessari grein á Vísindavef HÍ er hins vegar fjallað um efnið eins og hér sé um að ræða einkenni sem séu sérstök fyrir Covid-19. Ekkert er minnst á að þessi einkenni eiga einnig við inflúensu og aðrar veirusýkingar. Svo dregur fólk auðvitað ályktanir í samræmi við það.
Ég hvet fólk til að varast að taka mark á greinum eftir Jón Magnús Jóhannesson deildarlækni á Vísindavef HÍ. Þetta er ekki eina dæmið um grein eftir þennan mann sem inniheldur rangfærslur.
Og svo virðist raunar sem ritstjórn Vísindavefs HÍ sé með þeim hætti að ekki er hægt að treysta því að það sem þar er staðhæft, almennt talað, sé rétt.
Ég legg því til að áður en lagður er trúnaður á það sem birtist á þessum vef skoði fólk fyrst höfundinn, t.d. á Google Scholar, til að komast að því hvort hann sé trúverðugur. Því ritstjórnarlega ábyrgðin virðist ekki liggja hjá Háskólanum heldur einungis hjá hverjum greinarhöfundi fyrir sig. Eftir þennan höfund er engar vísindagreinar að finna á Google Scholar.
Það er slæmt að þessir alvarlegu hnökrar á ritstjórn Vísindavefs HÍ séu nú að koma í ljós, því fram til þessa hafði maður ekki sérstakar efasemdir um að þar væri vandað til verka.
Það er hins vegar líka hægt að finna góðar greinar á þessum vef. Hér er til dæmis mjög áhugaverð grein um bóluefni, skyldulesning fyrir alla sem halda að það sé alveg að fara að detta í hús. Þessi grein er eftir Valgerði Andrésdóttur. Nafn hennar skilar 150 niðurstöðum á Google Scholar, sem er sterk vísbending um að Valgerður sé alvöru fræðimaður.
![]() |
Getur haft alvarleg áhrif á heila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 27. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar