13.10.2020 | 16:59
Great Barrington yfirlýsingin, falsfréttirnar og lyfjaiðnaðurinn
Björn Bjarnason fjallar um það á bloggi sínu í dag hvernig ýmsar falsfréttasíður raðast upp þegar leitað er á Google að Great Barrington yfirlýsingunni, þar sem lagðar eru til markvissar og hnitmiðaðar aðgerðir til að ráða niðurlögum kórónaveirunnar.
Ég prófaði nú rétt áðan að slá inn great barrington declaration og get staðfest að þetta er rétt sem Björn segir. Hlekkir sem vísa á samsæriskenningar og falsfréttir um yfirlýsinguna raðast upp. Yfirlýsingin sjálf kemur hvergi fram. Ein síðan sem kemur upp er hjálparsíða hjá Google þar sem spurningum notenda er svarað. Þar er tiltekið að ástæða þess að yfirlýsingin kemur ekki upp sé að oft taki nokkra daga fyrir nýjar síður að ná inn í leitarniðurstöður. En fyrir nokkrum dögum kom einmitt yfirlýsingin sjálf upp þegar leitað var að henni!
Hér er hlekkur á umfjöllun Björns um þetta: Google beitt í veiruumræðum
Great Barrington yfirlýsingin er ákaflega mikilvæg, því að henni standa ýmsir af fremstu sérfræðingum heims á sviði sóttvarna og faraldursfræða, og tillögur þeirra eru bæði afar skynsamlegar og vel framkvæmanlegar. Þetta veldur því að gagnrýnin og falsfréttirnar sem beint er að yfirlýsingunni og þeim sem að henni standa hafa heldur holan hljóm.
Maður veltir því æ meira fyrir sér hvaða hagsmunir það eru sem liggja að baki þegar því er hafnað fyrirfram að útfæra leiðir sem virka til að ljúka þessum faraldri. Eru það hugsanlega hagsmunir lyfjafyrirtækjanna sem ráða miklu? Augljóst er að meginhagsmunir lyfjafyrirtækjanna liggja í tvennu. Annars vegar er það hverju fyrirtæki fyrir sig afar mikilvægt að verða sem fyrst á markað með lyf sín og mótefni. Hins vegar eru það sameiginlegir hagsmunir iðnaðarins alls að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að markaðurinn fyrir þessi lyf og bóluefni hverfi. Til þess verður vitanlega að hægja á faraldrinum eins og kostur er. Besta leiðin til þess er að beita víðtækum samfélagslegum hömlum.
Lyfjaiðnaðurinn er ekki beint þekktur fyrir að beita sérlega vönduðum meðulum þegar að hagsmunagæslu kemur. Ég er nú að lesa afar áhugaverða bók eftir hinn þekkta bandaríska rannsóknarblaðamann Gerald Posner, Pharma - Greed, Lies and the Poisoning of America, sem út kom í febrúar á þessu ári. Þar fjallar höfundur um sögu lyfjaiðnaðarins allt frá síðari hluta 19. aldar, og aðferðirnar sem þessi iðnaður beitir til að ná fram hagsmunum sínum. Þessar aðferðir felast ekki aðeins í saklausri markaðssetningu. Þvert á móti er röngum og misvísandi upplýsingum markvisst dreift, vísindagreinar falsaðar, upplýsingum um skaðsemi afurða haldið leyndum og áróðurs- og óhróðursherferðum hrundið af stað gegn þeim sem eftirlit eiga að hafa með iðnaðinum af hálfu stjórnvalda. Og draumastaðan er vitanlega sú að komast í aðstöðu til að stýra ákvörðunum stjórnvalda, hvort sem er með gjöfum er sjá til gjalda eða beinum hótunum ef því er að skipta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 13. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 288220
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar