Hver er munurinn?

Hver er munurinn á þessu tvennu?

Að virkja hér meira og minna allt sem hægt er að virkja, niðurgreitt ef með þarf, til að selja orkuna erlendum stórfyrirtækjum á eða undir kostnaðarverði, sem síðan komast undan skattlagningu með því að breyta öllum hagnaði í vaxtagreiðslur til móðurfélaga.

Að virkja hér meira og minna allt sem hægt er að virkja til að selja orkuna á markaðsverði um sæstreng til landa þar sem markaðsverð orku er umtalsvert hærra en hér?

Munurinn er sá, að fyrri kostinn hafa íslenskir stjórnmálamenn valið og hindrað þannig eðlilega arðsemi af orkuframleiðslu. Síðari kosturinn stendur ekki til boða nema einhver fjárfestir leggi tugi eða hundruð milljarða í gerð sæstrengs og takist með einhverjum töfrabrögðum að fá íslenska stjórnmálamenn til að selja sér orkuna á markaðsverði fremur en að halda áfram að selja hana á undirverði til erlendu auðhringanna. Í ljósi sögunnar er afar ólíklegt að þetta gerist.

 


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers er þingið?

Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvaða tilgang Alþingi hefur. Þinginu er ætlað að fara með löggjafarvaldið, en í raun er það ríkisstjórnin sem fer með það. Frumvörp eru útbúin í ráðuneytum og yfirleitt samþykkt óbreytt eða lítið breytt af þinginu. Miðað við þær fréttir sem berast af Alþingi virðist meginverkefni þess vera að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta og reyna að leysa úr klemmum sem upp koma vegna þess að þingsköpin virka ekki þegar einhverjir þingmenn eru nógu óforskammaðir til að taka mál í gíslingu.

Er ekki bara réttast að leggja Alþingi niður, en setja þess í stað á fót nefnd nokkurra lögfræðinga til að yfirfara og betrumbæta frumvörpin sem koma frá ráðuneytunum? Kjósa svo einfaldlega pólitískan forseta líkt og í Bandaríkjunum og Frakklandi, sem skipar ríkisstjórn?

En svo mætti líka halda Alþingi, en í stað þess að seta þar væri fullt starf væri það ólaunað. Þingið kæmi saman í einn mánuð á ári og gæti þá beint eigin tillögum og frumvörpum til ríkisstjórnar til framkvæmdar - nú eða bara látið sér nægja að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta.

Eða finnst engum öðrum þetta hálf óskilvirkt fyrirkomulag?


mbl.is Sprautaði vatni á þingvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287346

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband