Verðtryggð langtímalán eða eiginfjárlán?

Það er hárrétt hjá Gylfa að það er heimskulegt að banna verðtryggð lán til 40 ára. Og hvaða vegferð eru menn á ef þeir ætla annars vegar að banna þessi lán, sem hafa hingað til auðveldað fólki að komast í eigið húsnæði, en um leið að taka upp svonefnd eiginfjárlán, sem virka eiginlega á nákvæmlega sama hátt - þau auðvelda fólki að komast í eigið húsnæði, en það eignast sáralítið í því?

Hvað vextina varðar er málið hins vegar flóknara en Gylfi vill vera láta. Vitanlega eru heimilin bæði lántakarnir og lánveitendurnir. En þetta eru ekki sömu heimilin. Yngra fólk hefur meiri hag af lægri vöxtum því það er að fjárfesta í húsnæði og taka til þess lán, en eldra fólkið hefur meiri hag af hærri vöxtum því það hefur oft greitt upp lánin. Þarna þarf að vera jafnvægi á milli.


mbl.is „Satt best að segja snargalið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað getum við gert?

Það sem nú er að gerast í Brúnei á sér sömu rætur og sá vöxtur öfgahyggju til hægri og sósíalisma til vinstri sem við sjáum á vesturlöndum. Það á sér líka sömu rætur og uppgangur öfgakenninga íslamista í öðrum múslimskum löndum. Rótin að því að vilja grýta nágranna sína og vini til bana vegna samkynhneigðar er heimska og hatur, með nákvæmlega sama hætti og rót hvítrar þjóðernisstefnu er heimska og hatur.

Það að sniðganga lúxushótel soldánsins sendir vissulega skilaboð, en er ólíklegt til að breyta miklu sem slíkt. En þessi sniðganga er samt mikilvæg, því það skiptir máli að bregðast við uppgangi öfga og haturs á sýnilegan hátt. En hvað fleira er hægt að gera?


mbl.is Að vera grýttur til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 287321

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband