Hvað þýða eiginfjárlán í raun?

Hvað þýða svonefnd eiginfjárlán í raun?

1. Í stað þess að kaupandinn eignist húsnæðið er það í raun ríkið sem eignast það.

2. Lánið auðveldar kaupandanum að "kaupa" fyrstu eign, en þegar hann þarf að stækka við sig lendir hann í klemmu, því það eigið fé, sem annars hefði verið til staðar, er ekki fyrir hendi. Ríkið á það.

Með þessu verður ungt fólk og tekjulágt leiguliðar ríkisins og vandinn er ekki leystur heldur er verið að velta honum á undan sér.

Skattfé almennings er bundið í fasteignabraski ríkisvaldsins, sem kann ekki góðri lukku að stýra.

Að lokum munu þessar tillögur aðeins ýta undir frekari hækkanir húsnæðisverðs.

------------------

Hvernig stendur á því að stjórnvöldum hugkvæmist aldrei að reyna fyrst að átta sig á orsök stöðunnar sem er uppi áður en vaðið er af stað með einhverjar mismunandi vitlausar tillögur til að leysa úr henni?


mbl.is 14 tillögur fyrir ungt fólk og tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ranghugmyndir skerða kjör almennings

Lækkunin á húsi sósíalistaforingjans er vitanlega tilkomin vegna þess að þrýstingur á fasteignaverð er nú niður á við, ekki upp á við.

Ýmsir verkalýðsleiðtogar - Gunnar Smári og fylgihnettir hans í Eflingu eru þó ekki þeirra á meðal - hafa lengi þvaðrað mikið um að með því að taka húsnæðiskostnað út úr neysluverðsvísitölu muni verðbætur lækka.

Þetta er tóm firra. Vitanlega hefur húsnæðiskostnaður áhrif upp á við þegar húsnæðisverð fer hækkandi umfram almennt verðlag. En þegar það stendur í stað eða lækkar hefur það auðvitað áhrif í hina áttina. Til lengri tíma eru áhrifin hvorki til hækkunar né lækkunar.

Undanfarin ár hafa áhrifin verið til hækkunar á vísitölu. En á næstu 2-4 árum ber spám saman um að verð muni líklega lækka að raunvirði.

Það er því einkennileg tímasetning að ætla að taka húsnæðisþáttinn út úr vísitölunni akkúrat núna. Það mun leiða til þess að kostnaður heimilanna vegna verðtryggingar verður meiri en ella. Jafnframt mun vísitalan sveiflast meira, sem eykur á óvissu fólks um eigin fjárhagslega stöðu.

Þeir sem nú hafa náð að troða eigin ranghugmyndum inn í kjarasamninga munu kannski læra af þessu á endanum (eða kannski ekki). En það skýtur skökku við að sá lærdómur verði á kostnað skuldsettra heimila.


mbl.is Gunnar Smári lækkar verðið á Fáfnisnesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 287315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband