Aðgát skal höfð...

Það er sannarlega mikilvægt að kynferðisbrot liggi ekki í þagnargildi.

En þegar umræða um slíkt opnast, líkt og gerst hefur á undanförnum vikum, geta slæmir hlutir einnig gerst.

Þannig getur mannorð saklauss fólks verið eyðilagt með nafnlausum óhróðri.

Þeir sem litla dómgreind hafa geta látið glepjast af fárinu og ráðist gegn öðrum án minnsta raunverulega tilefnis.

Stundum fer svo að óvandaðir aðilar nýta sér umræðuna til að grýta aðra í valdabaráttu, og stundum kemur það grjót jafnvel úr glerhúsum.

Og gjarna er það fólkið sem vinnur af heilindum að hugsjónum sínum sem liggur best við höggi.

Allt þetta þarf að hafa í huga þegar yfir gengur "fár" eða "bylting" af þeim toga sem við höfum séð á síðustu vikum. Eins mikilvægt og það er að koma upp um alvarleg brot verður að forðast að þeir sem ekkert hafa til saka unnið verði dregnir á bálið líkt og í galdrabrennunum forðum, eða bara í Lúkasarmálinu margfræga.

 


mbl.is Vilja ekki að Ragnar verði formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband