Verðmæti og takmarkanir

Fiskveiðiheimildir eru verðmætar vegna þess að ríkisvaldið hefur takmarkað sókn í fiskistofnana. Með sama hætti gæti ríkisvaldið búið til verðmæti af öðrum toga. Ef rétti til aðgangs að vinsælum ferðamannastöðum yrði til dæmis úthlutað til þeirra sem nú fara þangað með ferðamenn yrðu þær heimildir verðmætar. Ef leyfi til verslunarreksturs yrðu takmörkuð við núverandi verslanir yrðu þau leyfi verðmæt.

Spyrja má: Hver er réttmætur eigandi arðsins sem myndast beinlínis vegna stjórnvaldsákvarðana sem skerða réttindi eins og færa þau öðrum?

Er það sá sem hlýtur réttindin, sá sem sviptur er réttindunum, báðir, eða ríkisvaldið sjálft?

Og ef sókn í gæði er takmörkuð, hver er þá réttur þeirra sem hafa nýtt þau fram til þessa? Hafa þeir rétt umfram þá sem einnig höfðu réttindin en nýttu þau ekki?

Til að fullyrða um réttlæti eða ranglæti kvótakerfisins þarf að svara þessum spurningum.

 


mbl.is Undirskriftarsöfnun vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2015

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband