Þvættingur í boði Ásmundar og RÚV

Það er raunar ábyrgðarhluti að RÚV skuli grípa upp svona þvætting og gera að helstu frétt í tveimur fréttatímum. Svona málflutningi á ekki að hampa heldur láta hann sem vind um eyru þjóta. Það að tönnlast á svona þvælu er því miður vís leið til að espa upp ofstækið þar sem það blundar.

En lykilatriði þessa máls er þetta:

Hryðjuverk af þeim toga sem hér er rætt um eiga sér rót í aðstæðum sem stundum skapast hjá vissum hópum í samfélaginu. Frönsku gettóin eru gróðrastía fyrir hatur og ofstæki því þar safnast saman fólk, kynslóð eftir kynslóð, sem hefur ekkert að lifa fyrir og sér enga leið upp úr ömurlegum aðstæðum sínum. Þetta kemur trúarbrögðum í raun og veru ekkert við, en hugmyndir ofstækismanna eiga hins vegar greiða leið að þessu fólki því þær geta fyllt upp í tómarúmið.

Svona aðstæður sjáum við ekki aðeins í París. Fátækrahverfi hvítra í Bretlandi, gróðrastía fasisma og kynþáttahaturs, eru af sama toga. Uppgangur nasismans í Þýskalandi átti sér svipaðar rætur. Ku Klux Klan sprettur upp úr sambærilegu umhverfi. Vonleysi og fátækt elur af sér hatur og glæpi.

Hér á Íslandi höfum við blessunarlega verið laus við svona þróun. Það merkir ekki að við þurfum ekki að gæta að okkur. En þá verðum við líka að líta til þeirra hópa þar sem hættan er mest. Og það eru svo sannarlega ekki þau fáu hundruð múslima sem hér búa í sátt og samlyndi við aðra, upp til hópa við efnalega og félagslega velgengni.


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2015

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 288229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband