Margur heldur mig sig

Gylfi Arnbjörnsson lýsti yfir því í útvarpsfréttum um helgina að ákvarðanir um verð til bænda væru í raun verðsamráð á markaði. Þetta virtist vera ein meginröksemd hans gegn hækkuninni nú og litlu skipta þótt kostnaður bænda hafi hækkað um nær 200% frá hruni.
Nýlega gekk Gylfi frá kjarasamningum sem þvinga velflest fyrirtæki í landinu til að taka á sig umtalsverða aukningu launakostnaðar án þess að neinar efnahagslegar forsendur séu þar að baki. Hækkununum var náð fram m.a. í skjóli hótana um verkfallsaðgerðir.
Eins og flestir vita er kjörum bænda í megindráttum stýrt af ríkisvaldinu. Verð á afurðum þeirra tekur mið af markmiðum um launakjör þeirra. Verðsamningar bænda eru því í flestu sambærilegir kjarasamningum Gylfa og félaga.
Það er vissulega rétt að sameiginleg verðlagning á vörum heillar atvinnugreinar er samráð. En ef svo er þá er það ekkert síður samráð þegar samtök launþega knýja fram hækkanir í skjóli verkfallshótana.
Hafi fyrirtækin á móti með sér öflug samtök verður skaðinn minni af slíku samráði. En þegar einu baráttumál samtaka atvinnurekenda eru að vernda hagsmuni þeirra sem í skjóli stjórnvaldsákvarðana hafa komist yfir forn réttindi almennings til fiskveiða annars vegar og hins vegar að reyna að þvinga ríkið til að bæta enn á skuldabyrðina svo hægt sé að byggja fleiri Landeyjahafnir verður skaðinn af samráði Gylfa og félaga miklu meiri en ella. Árás hans á bændastéttina breytir engu þar um, en hittir hann sjálfan fyrir.
mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband