18.7.2011 | 09:35
Margur heldur mig sig
Gylfi Arnbjörnsson lýsti yfir því í útvarpsfréttum um helgina að ákvarðanir um verð til bænda væru í raun verðsamráð á markaði. Þetta virtist vera ein meginröksemd hans gegn hækkuninni nú og litlu skipta þótt kostnaður bænda hafi hækkað um nær 200% frá hruni.
Nýlega gekk Gylfi frá kjarasamningum sem þvinga velflest fyrirtæki í landinu til að taka á sig umtalsverða aukningu launakostnaðar án þess að neinar efnahagslegar forsendur séu þar að baki. Hækkununum var náð fram m.a. í skjóli hótana um verkfallsaðgerðir.
Eins og flestir vita er kjörum bænda í megindráttum stýrt af ríkisvaldinu. Verð á afurðum þeirra tekur mið af markmiðum um launakjör þeirra. Verðsamningar bænda eru því í flestu sambærilegir kjarasamningum Gylfa og félaga.
Það er vissulega rétt að sameiginleg verðlagning á vörum heillar atvinnugreinar er samráð. En ef svo er þá er það ekkert síður samráð þegar samtök launþega knýja fram hækkanir í skjóli verkfallshótana.
Hafi fyrirtækin á móti með sér öflug samtök verður skaðinn minni af slíku samráði. En þegar einu baráttumál samtaka atvinnurekenda eru að vernda hagsmuni þeirra sem í skjóli stjórnvaldsákvarðana hafa komist yfir forn réttindi almennings til fiskveiða annars vegar og hins vegar að reyna að þvinga ríkið til að bæta enn á skuldabyrðina svo hægt sé að byggja fleiri Landeyjahafnir verður skaðinn af samráði Gylfa og félaga miklu meiri en ella. Árás hans á bændastéttina breytir engu þar um, en hittir hann sjálfan fyrir.
Nýlega gekk Gylfi frá kjarasamningum sem þvinga velflest fyrirtæki í landinu til að taka á sig umtalsverða aukningu launakostnaðar án þess að neinar efnahagslegar forsendur séu þar að baki. Hækkununum var náð fram m.a. í skjóli hótana um verkfallsaðgerðir.
Eins og flestir vita er kjörum bænda í megindráttum stýrt af ríkisvaldinu. Verð á afurðum þeirra tekur mið af markmiðum um launakjör þeirra. Verðsamningar bænda eru því í flestu sambærilegir kjarasamningum Gylfa og félaga.
Það er vissulega rétt að sameiginleg verðlagning á vörum heillar atvinnugreinar er samráð. En ef svo er þá er það ekkert síður samráð þegar samtök launþega knýja fram hækkanir í skjóli verkfallshótana.
Hafi fyrirtækin á móti með sér öflug samtök verður skaðinn minni af slíku samráði. En þegar einu baráttumál samtaka atvinnurekenda eru að vernda hagsmuni þeirra sem í skjóli stjórnvaldsákvarðana hafa komist yfir forn réttindi almennings til fiskveiða annars vegar og hins vegar að reyna að þvinga ríkið til að bæta enn á skuldabyrðina svo hægt sé að byggja fleiri Landeyjahafnir verður skaðinn af samráði Gylfa og félaga miklu meiri en ella. Árás hans á bændastéttina breytir engu þar um, en hittir hann sjálfan fyrir.
![]() |
Lyktar af pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 18. júlí 2011
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar