Margur heldur mig sig

Gylfi Arnbjörnsson lýsti yfir því í útvarpsfréttum um helgina að ákvarðanir um verð til bænda væru í raun verðsamráð á markaði. Þetta virtist vera ein meginröksemd hans gegn hækkuninni nú og litlu skipta þótt kostnaður bænda hafi hækkað um nær 200% frá hruni.
Nýlega gekk Gylfi frá kjarasamningum sem þvinga velflest fyrirtæki í landinu til að taka á sig umtalsverða aukningu launakostnaðar án þess að neinar efnahagslegar forsendur séu þar að baki. Hækkununum var náð fram m.a. í skjóli hótana um verkfallsaðgerðir.
Eins og flestir vita er kjörum bænda í megindráttum stýrt af ríkisvaldinu. Verð á afurðum þeirra tekur mið af markmiðum um launakjör þeirra. Verðsamningar bænda eru því í flestu sambærilegir kjarasamningum Gylfa og félaga.
Það er vissulega rétt að sameiginleg verðlagning á vörum heillar atvinnugreinar er samráð. En ef svo er þá er það ekkert síður samráð þegar samtök launþega knýja fram hækkanir í skjóli verkfallshótana.
Hafi fyrirtækin á móti með sér öflug samtök verður skaðinn minni af slíku samráði. En þegar einu baráttumál samtaka atvinnurekenda eru að vernda hagsmuni þeirra sem í skjóli stjórnvaldsákvarðana hafa komist yfir forn réttindi almennings til fiskveiða annars vegar og hins vegar að reyna að þvinga ríkið til að bæta enn á skuldabyrðina svo hægt sé að byggja fleiri Landeyjahafnir verður skaðinn af samráði Gylfa og félaga miklu meiri en ella. Árás hans á bændastéttina breytir engu þar um, en hittir hann sjálfan fyrir.
mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Af hverju að gera þetta svona flókið...þeir sem ekki treysta sér til að versla lambakjöt vegna verðs færa sig í kjúkling eða svín og styrkja þannig íslenskan landbúnað.... bara aðrar greinar hans.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 10:33

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gylfi var að krefjast óhóflegar launahækkanir. En almenningur fannst þær samt alls ekki nóg. Margir vildu 300þúsund kr í lágmarkslaun á einu bretti og bentu oft á svokallaðan lífskjaramælir sem var mældur um daginn.

Gylfi setti fyrirfara í kjarasamningana (man enginn eftir þeim?) Að ríkisstjórnin á Íslandi færi að gera eitthvað af viti. Því annars fer þetta allt útí verðlagið. Það er komið í ljós að VG mun hindra allt sem hægt er að hindra og verðbólga blasir við..... sem er ekki Gylfa að sakast.. heldur VG og vinstri armur XS.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hækkanirnar fara út í verðlagið hvort sem ríkið steypir sér í skuldir til að "búa til störf" eða ekki. Svo lengi sem ríkisstjórnin þráast við að fleygja peningum út um gluggann í óþarfar framkvæmdir gerir hún amk. eitt af viti. Verðbólga nú á sér aðallega rót í erlendum hrávöruhækkunum. Þær eru ekki ríkisstjórninni að kenna. Og það að forðast atvinnubótaverkefni veldur ekki verðbólgu. Þvert á móti.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 10:43

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við eitt stykki alver kemur 50% fjárfesting frá Landvrkjun og 50% erlend fjárfesting frá erlendu fyrirtæki. Þess vegna er villandi að segja að ríkisstjórn er að flegja peningum útum gluggan og steypa sér í skuldir.

Ef það er haldið rétt á spöðunum geta erlend fjárfesting stuðlað á lífskjarabætur á Íslandi. Að ágleymndum gjaldeyristekjum. En VG vill ekki sjá að auðldinir Ísland verði virkjaðar.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:59

5 identicon

Ehm kemst hagfræðingurinn þú að þeirri niðurstöðu að kostnaður bænda hafi þrefaldast frá hruni ?

Kostnaður, bílar, varahlutir, skattar... þetta hefur já allt hækkað, en þetta þykir mér ekki talnaglögg staðhæfing hjá þér!

Jonsi (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 15:13

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðlind er ekki auðlind nema hún skili auði. Fram til þessa hafa ríkisfjárfestingar ekki gert það. Það sem nú er helst þrýst á um eru fjárfestingar í breikkun vega, sem ríkið á ekki fyrir. Svo er verið að byggja Búðarhálsvirkjun. Hún er helmingi dýrari á MW en Kárahnjúkavirkjun og því borin von að hún standi undir sér verði orkan seld til álvera. Raunar var niðurstaðan í nýrri skýrslu Landsvirkjunar sú að orkuverð þyrfti að stórhækka til að framleiðslan færi að skila arði og helsti vonarpeningurinn fælist í sölu orku um sæstreng til Evrópu.

Tölur um aukinn kostnað bænda hafa komið fram í fréttum og ekki verið vefengdar.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 16:31

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þorsteinn

Niðurstaða skýrlu Landsvirkjunna var skýr. Landsvirkjun getur skilað arði sem jafngildir norska olíusjóðnum í framtíðinni. Ef rétt er haldið á spilunum.

Þú segjir að orkuverð þarf að stórhækka.... að vissu leyti rétt. Orkuverð þarf að hækka svo það skili arði en Landsvikjur er aðalega að tala um hækkun raforku miðað við verrð á heimsmarkaði.

Orka er alltaf að vera dýrari og dýrari og því er eðilegt fyrir Landsvirkjun að krefjast þess að verðið hér heima haldist í hendur við heimsmarkaðsverð.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:42

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Niðurstaða skýrslunnar var ekki þannig að sæstrengurinn væri einhverkonar eina vonin okkar.

Ég er búinn að lesa skýrsluna og það er alls ekki helsta niðurstaðan. Vissulega bætir það samningstöðu Landvirkjunar að geta sagst að geta bara selt orkuna út ef þið viljið ekki borga þetta verð. En sæstrengurinn er ekki eina von Landsvirkjunar. Fjarri lagi.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:44

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég sagði ekki að sæstrengurinn væri eina vonin, heldur helsti vonarpeningurinn. Þar er munur á. Niðurstaðan er að verðið þurfi að hækka umtalsvert. Til þess þarf að fara að selja orkuna aðilum sem geta greitt umtalsvert hærra verð. Ástæðan fyrir lágu verði nú er ekki að þeir sem sömdu um það hafi verið tómir asnar. Ástæðan er að þær iðngreinar sem selt er til geta ekki greitt mikið hærra verð þegar tekið er tillit til allra annarra kostnaðarþátta. Landsvirkjun getur auðvitað "krafist" hins og þessa, en á endanum eru það nú kaupendurnir sem þurfa að vera tilbúnir að greiða uppsett verð. Landsvirkjun getur nefnilega ekki náð fram kröfum sínum með því að hóta verkfalli eins og Gylfi og félagar!

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 16:51

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er eðlilegt að krefjast þess að verðið á Íslandi fylgir heimsmarkaðsverði.

Ef kaupendur orkunnar eru ósáttir þá geta þeir ekki farið neitt annað. Vegna þess að orkan útum allan heim fer hækkandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:56

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mikill misskilningur hjá þér. Orkukaupendur geta farið hvert á land sem er. Það eru margar hagkvæmari leiðir í orkuframleiðslu en vatnsafl og jarðhiti. Auk þess geta kaupendur gjarna greitt hærra verð geti þeir staðsett sig nærri sölu- og hráefnismörkuðum. Álver sem staðsett er hér þarf að bera umtalsvert hærri flutningskostnað og launakostnað en á mörgum öðrum svæðum í heiminum. Þetta hangir allt saman og barnaskapur að halda að kaupendur hafi ekki um annað að velja en setja sig niður hérlendis. Það sýnir sagan svo ekki verður um villst.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 17:04

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi skýrsla var gerð af ráðgjafafyrirtækinu GAMMA og þeir færðu ágætis rök fyrir því að einmitt væri raunhæft að selja raforkuna á hærri verði í framtíðinni en það er í dag.   M.a vegna þess að það er mikið kappsmál fyrir fyrirtæki að nota sjálfbæra orku einnig er ESB að leggja skatt á orku sem er ekki sjálfbær... sem gefur Landvirkjun meiri svigrúm til að hækka.

Það er satt að álver vilja borga hærra verð fyrir orku ef það er nær markaði og verkafólk er á lægri launum. En þetta eru ekki rök fyrir því sem við erum að ræða.

Orkan er nú þegar ótrúlega ódýr á Íslandi. Það sannst t.d með því að Alcoa er með álver í Brazil þar sem fólk er með 50kr á tímann. Þú getur þá ýmindað þér hvað orkan er nú þegar ódýr á Íslandi ef álver leggur því að jöfnu að stofna álver hér með góðum launum og stofna álver í Brazil.

Það er enginn að segja að Ísalnd er eini kostuinn í heiminum. Ég held það ekki. Skýrslan gefur það ekki til kynna. Þú virðist hafa dregið þá staðreynd uppúr þurru.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 17:13

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Skýrslan segir ekki að Ísland sé eini kosturinn í heiminum. Þú sagðir það sjálfur: "Ef kaupendur orkunnar eru ósáttir þá geta þeir ekki farið neitt annað". Þetta er rangt.

Það að álver eru rekin í Brasilíu segir ekkert um orkukostnað hérlendis, aðeins að það sé hagkvæmt að reka álver í Brasilíu.

Skýrslan er ágæt svo langt sem hún nær. Gallinn við hana er hins vegar sá að þvert á það sem þú segir eru þar einmitt engin rök færð fyrir því að raunhæft sé að selja orkuna á hærra verði nema þá að hún sé seld úr landi. Hvergi er fjallað um hvaða atvinnugreinar það ættu að vera sem gætu verið tilbúnar að greiða hærra verð, hvergi er fjallað um kostnaðarsamsetningu í áliðnaðinum, sem er nú einu sinni nánast eina greinin sem hefur verið að kaupa orku hér, en hún þarf að breytast svo verð geti hækkað. Eina konkret dæmið er sæstrengurinn. Það mál er óvissu háð og auk þess vafi á hvort pólitískur stuðningur muni fást fyrir slíkri framkvæmd enda virðast störf í kjördæminu yfirleitt miklu mikilvægari en arðsemi þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málum.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband