Verðhækkanir og atvinnuleysi

Að jafnaði eru laun í verslun um það bil tíundi hluti teknanna. Til að mæta 20% launahækkun má því reikna með að vöruverð þurfi að hækka um 2% um það bil.

Í því árferði sem nú ríkir eiga mjög mörg fyrirtæki erfitt með að halda sjó. Verðhækkanir eru jafnframt líklegri en ella til að draga úr eftirspurn. Mörg fyrirtæki munu því bregðast við hinum nýja kjarasamningi með því að segja upp fólki og auka vinnuálag þeirra sem eftir eru.

Almennt verða launahækkanir að grundvallast á aukinni framleiðni. Séu laun hækkuð án þess að það eigi sér stoð í framleiðniaukningu skilar hækkunin sér ekki í auknum kaupmætti. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar hækkar vöruverð, verðbólga eykst, húsnæðislán hækka og eftirspurn eftir vöru og þjónustu minnkar því. Hins vegar eykst atvinnuleysi vegna sparnaðaraðgerða.

Þetta eru engin ný sannindi. Við bjuggum við þessar víxlhækkanir um langa hríð allt fram að þjóðarsáttarsamningunum á sínum tíma. Menn ættu því að þekkja afleiðingar þess að gera óraunhæfa kjarasamninga, en það er greinilega ekki öllum gefið að læra af reynslunni.


mbl.is 22% hærri laun í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband