Kemur ekki á óvart

Það segir sig vitanlega sjálft að þurfi fyrirtæki sem fengið hafa hráefni sitt ókeypis að fara að greiða fyrir það hefur slíkt neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Það þarf engum að koma á óvart.
Sama á við um fyrirtæki sem fénýta réttindi sem tilheyra öðrum, án þess að bætur komi fyrir. Afkoma þeirra hlýtur að versna verði þeim gert að greiða fyrir nýtinguna.
mbl.is Neikvæð áhrif upp á 320 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjaklisja - góðir punktar samt

Það að pólitískt áhugasvið fólks ráðist fyrst og fremst af kyni er klisja sem styðst ekki við nein rök. Efnahagsmál eru ekkert einkamál karlmanna neitt frekar en skólamál séu einkamál kvenna.
En það er hárrétt hjá Sóleyju að þegar rætt er um afleiðingar hrunsins er auðvitað fáránlegt að einblína á efnahags-, gjaldeyris- og bankamál. Það er ekki síður mikilvægt, og jafnvel mikilvægara, að skoða áhrif á fjölskyldulíf, menntun, velferð og síðast en ekki síst siðferði og viðhorf í samfélaginu. Skoðun á þessum þáttum gefur miklu betri vísbendingu um líkurnar á öðru hruni en verðbólguhorfur og hagvaxtartölur.
En ég er ekki viss um að þessi mál væru neitt frekar rædd á þessari ráðstefnu þótt þar væru fleiri konur. Því, eins og feministinn sagði um Margréti Thatcher - það væru ekki "alvöru konur".
mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um margfeldisáhrifin?

Sagt er að sex milljarðar tapist vegna þjófnaða. En er það svo?

Þjófurinn kemur í veg fyrir að andvirði vörunnar renni í vasa verslunareigandans. En sjálfur selur hann væntanlega vöruna, svo eyðir hann peningunum sem hann fékk fyrir hana í vöru eða þjónustu, sem skilar seljendum peningum í vasann og ríkinu skatttekjum. Seljendur þessarar vöru og þjónustu þurfa svo einnig að kaupa vöru og þjónustu og greiða af henni skatta. Og þannig hlaðast margfeldisáhrifin upp.

Eða er það ekki svo?

Wink 


mbl.is Sex milljarðar tapast á hverju ári vegna þjófnaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband