Fagleg ráðning seðlabankastjóra?

Hvað sem líður mögulegum lygum forsætisráðherra um meint launaloforð stendur þó eitt óhaggað í þessu máli: Byrjað var að ræða um kaup og kjör við þann sem ráða átti áður en hann sótti um starfið og vitanlega löngu áður en hinu "faglega" ráðningarferli lauk. Aðrir sem um þetta starf sóttu ættu því að réttu að höfða mál gegn forsætisráðherra og krefjast bóta fyrir tíma sinn og kostnað af að taka óafvitandi þátt í ráðningarferli sem aldrei var annað en sjónarspil.

Ætli sé ekki bara betra að taka aftur upp hreinar og beinar pólitískar ráðningar í stað þess að reyna að fela þær á bak við einhver "fagleg ferli".

Allt er þetta mál svo enn sorglegra í ljósi þess hversu skýrt það hefur komið fram í opinberum ummælum bankastjórans að hann skilur alls ekki hvernig markaðir hegða sér og er því afar ólíklegur til að geta valdið starfi sínu. Í alvöru faglegu ráðningarferli hefði hann því líklega ekki einu sinni komist í gegnum fyrsta viðtal.


mbl.is Vænd um spillingu og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband