28.4.2010 | 16:15
Ógildur samningur?
Það fer ekki hjá því að um mann fari hrollur þegar ríkisvaldið gerir samning þar sem réttindum eins viðsemjanda er vikið til hliðar vegna þess að þingið álítur hann "vondan kall".
Það má vel ímynda sér að þessi samningur standist hvorki stjórnarskrá né þær kröfur um sanngirni sem öll löggjöf um samninga grundvallast á.
Það kæmi ekki á óvart þótt fljótlega myndi reyna á þennan samning fyrir dómstólum. Það gæti til dæmis gerst ef Novator seldi hlut sinn í félaginu eða missti hann til kröfuhafa.
Komi til þess eru allar líkur á að niðurstaða dómsins verði að víkja beri samningnum til hliðar vegna þess að hann gangi gegn eðlilegum sjónarmiðum um sanngirni í samningum.
-----
Nú má vafalaust halda því fram að Björgólfur Thor beri ábyrgð á ýmsu sem aflaga fór í bankahruninu. Það er hins vegar dómstóla að skera úr um ábyrgð hans - lögum samkvæmt. Svona málsmeðferð vekur óneitanlega þá spurningu hvort meirihluti þingmanna telji réttarríkið einskis virði. Vill meirihluti þingsins virkilega stefna í átt til gjörræðis þar sem ríkisvaldið deilir og drottnar yfir þegnunum - ekki á grunni almennra laga, heldur einstaklingsbundinna sjónarmiða?
Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Jón Gunnarsson á þakkir skildar fyrir að andmæla þessu kröftuglega. Fleiri hefðu mátt fara að dæmi hans.
![]() |
Þingið kveður upp siðferðisdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 28. apríl 2010
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar