10.2.2010 | 12:01
Dýr atvinnubótavinna?
Tvennt stendur upp úr í þessari frétt:
1. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 600-800 milljónir króna. Svo segir: "Takist samningar um orkusölu..." verður haldið áfram með framkvæmdina. Það veit sumsé enginn hvort orkan muni seljast.
2. Uppsett afl virkjunarinnar er 80 MW. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 MW. Á sínum tíma var áætlaður kostnaður við Kárahnjúkavirkjun 100 milljarðar eða 1,45 milljarðar á MW. Áætlaður kostnaður við Búðarhálsvirkjun er 26,5 milljarðar og kostnaður á MW því 3,3 milljarðar, eða meira en tvöfalt hærri.
Orkan frá Búðarhálsvirkjun verður þannig amk. tvöfalt dýrari en orka frá Kárahnjúkavirkjun. Ekki er vitað til að í sjónmáli séu neinir kaupendur að svo dýrri orku.
Það skiptir hins vegar væntanlega litlu fyrir sósíalista allra flokka sem nú sameinast um "uppbyggingu atvinnulífs" sem snýst í grunninn um að láta nógu marga menn styðja sig við skóflur einhvers staðar svo það líti út fyrir að þeir hafi eitthvað að gera.
Svo fá skattgreiðendur að blæða sem aldrei fyrr!
![]() |
Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2010 | 09:41
Lánið til tryggingasjóðsins?
Viðskiptasnilld breskra stjórnvalda er greinilega fordæmalaus. Fyrst eru peningarnir teknir út úr þrotabúi Landsbankans með handafli og engir vextir greiddir af þeim. Svo eru þeir lánaðir íslenska tryggingasjóðnum með 5,55% vöxtum. Þannig tekst bresku ríkisstjórninni að græða 11 milljarða strax á fyrsta ári á Icesave málinu.
Íslensku útrásarvíkingarnir eru greinilega bara smábörn við hliðina á Gordon Brown og klíku hans!
---------------------------
Eru það ekki einmitt svona mál sem ættu að rata í heimspressuna nú þegar fyrir liggur að fara eigi í nýjar samningaviðræður. Hvernig ætli breskur almenningur taki því ef upp kemst að ríkisstjórn landsins sé fyrst og fremst umhugað um að græða sem mest á óförum Íslands og það með ránum og gripdeildum?
![]() |
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. febrúar 2010
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 288238
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar