Vendipunkturinn??

Eins og ýmsir hafa bent á er samstaða lykilatriði eigi árangur að nást í erfiðum samningum við utanaðkomandi aðila.

Gangi það eftir að full samstaða náist um þetta mál í þinginu held ég að þar verði vendipunktur sem skipt geti meira máli en marga hefði grunað um árangur í því uppbyggingarstarfi sem nú er framundan.


mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Ég óska Herði til hamingju með nýja starfið. Hann er skynsamur, góður rekstrarmaður og hefur náð miklum árangri í fyrri störfum. Við núverandi aðstæður veitir ekki af slíkum manni við stýrið hjá Landsvirkjun.
mbl.is Draumastarf fyrir minn bakgrunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft var þörf ...

EINS og glöggt hefur komið fram, og raunar betur eftir því sem umræðan hefur dýpkað, er talsvert vafamál að þjóðin geti staðið undir væntanlegum skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Fyrir liggur að vegna þessa og vegna álitamála um lagalegar skyldur landsins lítur út fyrir að ekki sé meirihluti á þingi fyrir afgreiðslu ríkisábyrgðar á samningnum óbreyttum.

Enginn vafi leikur á því að samningamenn okkar hafa gert sitt allra besta til að ná sem hagfelldastri niðurstöðu við erfiðar aðstæður. Verði samningurinn felldur með tæpum meirihluta og þeim pólitíska óróa sem því kynni að fylgja, eru litlar líkur á að betri niðurstaða fáist, enda er ósamstaða og upplausn aðeins vatn á myllu samningsaðilans. Takist hins vegar að ná samstöðu um afgreiðslu málsins með nauðsynlegum fyrirvörum gerbreytir það aðstöðu þeirra sem að samningnum koma í framhaldinu. Slíka samhljóða lýðræðislega niðurstöðu, byggða á málefnalegum grunni, geta samningsaðilar okkar - ríkisstjórnir annarra lýðræðisríkja - ekki hunsað.

Þegar á reynir er það grunnhlutverk stjórnmálamanna að gæta sameiginlegra hagsmuna þjóðarinnar þegar að henni er þrengt. Þetta skildu alþingismenn í landhelgisdeilunni á sínum tíma. Þeir settu flokkadrætti til hliðar og töluðu einum rómi. Þeim tókst það þá. Það hlýtur að vera skýlaus krafa þjóðarinnar að þeim takist það aftur núna. Oft var þörf en nú er nauðsyn!

(Mbl. 13.8.2009)


Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 288242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband