13.8.2009 | 11:41
Oft var þörf ...
EINS og glöggt hefur komið fram, og raunar betur eftir því sem umræðan hefur dýpkað, er talsvert vafamál að þjóðin geti staðið undir væntanlegum skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Fyrir liggur að vegna þessa og vegna álitamála um lagalegar skyldur landsins lítur út fyrir að ekki sé meirihluti á þingi fyrir afgreiðslu ríkisábyrgðar á samningnum óbreyttum.
Enginn vafi leikur á því að samningamenn okkar hafa gert sitt allra besta til að ná sem hagfelldastri niðurstöðu við erfiðar aðstæður. Verði samningurinn felldur með tæpum meirihluta og þeim pólitíska óróa sem því kynni að fylgja, eru litlar líkur á að betri niðurstaða fáist, enda er ósamstaða og upplausn aðeins vatn á myllu samningsaðilans. Takist hins vegar að ná samstöðu um afgreiðslu málsins með nauðsynlegum fyrirvörum gerbreytir það aðstöðu þeirra sem að samningnum koma í framhaldinu. Slíka samhljóða lýðræðislega niðurstöðu, byggða á málefnalegum grunni, geta samningsaðilar okkar - ríkisstjórnir annarra lýðræðisríkja - ekki hunsað.
Þegar á reynir er það grunnhlutverk stjórnmálamanna að gæta sameiginlegra hagsmuna þjóðarinnar þegar að henni er þrengt. Þetta skildu alþingismenn í landhelgisdeilunni á sínum tíma. Þeir settu flokkadrætti til hliðar og töluðu einum rómi. Þeim tókst það þá. Það hlýtur að vera skýlaus krafa þjóðarinnar að þeim takist það aftur núna. Oft var þörf en nú er nauðsyn!
(Mbl. 13.8.2009)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.