Markmið og afleiðingar?

Þegar farið er að hugleiða skattahækkanir af þessum toga er mikilvægt að gera sér fyrst grein fyrir því hvað líklegt sé að af þeim leiði og hver tilgangur þeirra er.

Í fyrsta lagi þarf að átta sig á því hvert markmiðið er. Það markmið eitt og sér að jafna útborguð laun er afar vafasamt. Laun ráðast í frjálsum samningum á markaði. Skattahækkun á hærri laun er því líkleg til að auka kostnað fyrirtækjanna af hærra launuðum starfsmönnum, sem ólíklegt er að séu tilbúnir að taka á sig kjaraskerðingu í formi hærri skatta án þess að annað komi á móti. Því er alls óvíst að markmiðið um launajöfnun náist í raun, auk þess sem erfitt er að koma auga á réttlætisgrundvöll slíkrar stefnu.

Í öðru lagi þarf að hafa í huga að auknir skattar á hærri laun eru líklegir til að draga úr vilja fólks til að vinna yfirvinnu og hækka þannig laun sín. Samhengið milli innkomu ríkisins og prósentuhækkunarinnar er því alls ekki línulegt og óvíst að hærri skattprósenta skili neitt meiri innkomu þegar upp er staðið.

Mig grunar að hvatinn að baki kröfum um aukna skattlagningu liggi í tvennu. Annars vegar því að ríkið hefur bersýnilega þörf fyrir auknar tekjur á næstu árum, jafnvel þótt um verulegan niðurskurð verði að ræða. Hins vegar held ég að hann liggi í því að mörgum finnst óréttlátt að einstaka stjórnendur í atvinnulífinu njóti himinhárra launa, ekki síst í ljósi þess að þegar öll kurl komu til grafar var frammistaða þeirra ekki endilega til fyrirmyndar. Þessu er hins vegar tæpast til að dreifa í neinum mæli lengur.

Meginatriðið er þá þetta: Skattahækkanir kunna að vera nauðsynlegar á næstu misserum til að mæta tekjusamdrætti ríkisins. Hins vegar er mikilvægt að umfang þeirra og útfærsla verði þannig að þær skaði heimilin sem minnst og dragi sem allra minnst úr hvatanum til tekjusköpunar, en aukin framleiðni er eina leiðin til að tryggja hagvöxt hér til framtíðar. Því er mikilvægt að mögulegar útfærslur verði greindar og skoðaðar á vandaðan hátt áður en að framkvæmd kemur. Svo væri auðvitað ekki úr vegi að skoða líka afleiðingar þess að lækka skatta frekar en að hækka þá.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisrekin atvinnuuppbygging - nei takk!

Sú hugmynd að skikka fyrirtæki til að endurfjárfesta í stað þess að greiða arð er vafasöm í meira lagi. Ákvörðun um arðgreiðslur eða ekki ræðst af því hvort arðbær tækifæri til uppbyggingar séu til staðar. Ef þau eru það ekki er eðlilegra að greiða arð.

Verði fyrirtæki skylduð til að endurfjárfesta leiðir það af sér óarðbærar fjárfestingar og þar með lakari lífskjör. Gleggsta dæmið um slíkt er Landsvirkjun, sem er skikkuð til þess með lögum að byggja virkjanir án nokkurs tillits til þess hvort þær skila arði eða ekki. Afleiðingin nú er sú að fyrirtækið er tæknilega gjaldþrota og mörg hundruð milljarða ábyrgðir hvíla á skattgreiðendum vegna virkjunar sem kostaði tvöfalt það sem hún átti að kosta og mun aldrei skila hagnaði.

Af tvennu illu er skárra að hækka skatta á hagnað fyrirtækja, því þá skapast ekki óeðlilegur hvati til að fjárfesta í, ja, bara einhverju.


mbl.is Uppbygging í stað arðgreiðslna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðumanastrax!

Mannanafnanefnd hefur mér löngum þótt kjánalegasta nefnd landsins og eru þó margar kjánalegar. Nú hafa þau undur gerst að nefndin góða er klofin og því væntanlega óstarfhæf. Legg ég því til að fjármálaráðherra vindi bráðan bug að því að selja nefnd þessa, (ekki síst í ljósi þess að samkvæmt nýjasta áliti nefndarinnar mun nafn hans sjálfs ekki í samræmi við reglurnar - Steingrímur er samsett eins og Skallagrímur). Einfaldast er líklega að gera það á ebay, hvar ýmislegt ámóta kyndugt mun falboðið.

Nefndin gæti hentað vel söfnum sem sérhæfa sig í skringilegheitum eða sérvitrum auðjöfrum sem gætu haft nefndarmenn fyrir hirðfífl.

Svo mætti kannski nota hana til að hræða óþekk börn. Eitthvað svona: "Bööööö... Við erum nafnsugurnar og eyðum ljóta nafninu þínu óþekktarormurinn þinn"


mbl.is Mannanafnanefnd klofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráðherra biðjist afsökunar

Sú framganga viðskiptaráðherra, að tilkynna yfirtöku bankanna á blaðamannafundi á laugardegi og tilkynna starfsmönnum í beinni útsendingu að þeir muni nú flestir missa vinnuna vekur furðu. Auðvelt hefði verið að funda fyrst með starfsfólki bankanna, skýra málin og bjóða því upp á aðstoð. Svona vinnubrögð eru einfaldlega ekki sæmandi og lýsa því miður ekki miklum stjórnunarhæfileikum.

Viðskiptaráðherra á ekki annan kost en biðjast opinberlega afsökunar á framferði sínu. Það er það minnsta sem hann getur gert!


mbl.is Tilfinningaríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2009

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband