30.10.2009 | 09:46
Furðulegur dómur
Í dómsorði Hæstaréttar segir:
"Samkvæmt 76. gr. laga nr. 2/1995 er stjórn hlutafélags óheimilt að gera neinar þær ráðstafanir, sem bersýnilega eru fallnar til að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Um gildissvið þessa ákvæðis, sem tekur mið af almennri reglu um að stjórn hlutafélags beri að gæta jafnræðis milli hluthafa, verður að líta til þess að í 55. gr. laganna er hlutafélagi heimilað að eignast með kaupum eigin hluti, sem megi þó ekki vera fleiri en sem svarar 10% af hlutafé þess, en til slíkra ráðstafana þurfi heimild hluthafafundar til félagsstjórnar, sem aðeins megi veita tímabundið. Áskilið er í þessari lagagrein að heimild hluthafafundar þurfi að taka til hámarksfjölda hluta, sem félagið megi eignast, og lægstu og hæstu fjárhæð, sem reiða megi fram sem endurgjald."
Og niðurstaðan í stuttu máli:
"Í þessu felst að hluthafafundur getur að lögum heimilað stjórn að taka ákvörðun um að félag greiði í kaupum á eigin hlutum hærra eða lægra verð en nemur markaðsverði hverju sinni."
Hæstiréttur kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þótt stjórn sé óheimilt að mismuna hluthöfum megi hún það þegar um hlutafjárkaup er að ræða.
Við þessa niðurstöðu er tvennt að athuga:
Í fyrsta lagi, eins og fram kemur í dómnum, grundvallast 76. gr. laganna á almennri reglu um að stjórn beri að gæta jafnræðis. Það að slík almenn regla sé til og hún liggi lögunum til grundvallar hefði maður ætlað að leiddi af sér að þegar lagagreinar stangast á væri litið til almennu reglunnar. En það er bersýnilega ekki gert hér.
Í öðru lagi er erfitt að sjá hvernig hægt er að túlka skilyrði um hámarksfjölda hluta og hámarksfjárhæð öðruvísi en þannig að heimildin leyfi kaup á ákveðnum fjölda hluta en þó ekki fyrir meira en hámarksfjárhæðina. Með þeirri túlkun væri þessi grein í samræmi við hina almennu reglu um að stjórn sé skyldugt að gæta jafnræðis hluthafa. Það þarf sumsé að seilast ansi langt til að draga þá ályktun að reglan um hámarksfjölda og hámarksfjárhæð leyfi greiðslu yfirverðs.
Ekki verður betur séð en Hæstiréttur telji skyldu til að gæta jafnræðis felast í meginreglu hlutafélagalaganna. Ég hélt satt að segja að þegar bein lagaákvæði stangast á bæri dómara að túlka þau í ljósi meginreglunnar. Þetta er því furðulegur dómur og vekur að óbreyttu spurningu um hæfni (ekki hæfi!) dómaranna sem málið dæmdu!
![]() |
Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. október 2009
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 288240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar