Mótmæla vondu veðri

Enn halda vörubílstjórar uppteknum hætti og trufla umferð til að mótmæla. En hverju eru þeir að mótmæla? Ætli þeir viti það sjálfir? Það eina sem fram hefur komið er að líklega séu þeir að mótmæla háu eldsneytisverði annars vegar og reglum um hvíldartíma hins vegar. En hátt eldsneytisverð er ekki íslenskum stjórnvöldum að kenna. Reglur um hvíldartíma eru samevrópskar og ekki á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og hvorugt er á ábyrgð almennra vegfarenda, að ekki sé talað um þá sem kunna að skaðast eða jafnvel deyja vegna þess að sjúkrabílar komast ekki leiðar sinnar.

Svona mótmæli minna helst á það þegar fólk safnaðist saman við Veðurstofuna fyrir mörgum árum til að mótmæla rigningunni. En það var reyndar í gríni.

Þegar lítill hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum síðastliðið sumar var lögreglan ekki lengi að mæta á staðinn og handtaka mótmælendur. Hvers vegna gildir ekki sama um þennan leiðindalýð?


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband