16.10.2008 | 22:47
Hverjar eru alþjóðlegar skuldbindingar okkar?
Yfirlýsing ESB um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar er væntanlega runnin undan rifjum Breta. Almenna yfirlýsingu af þessum toga má vafalaust túlka með ýmsum hætti.
Margir hafa haft af því áhyggjur að gjaldþrot bankanna leiði sjálfkrafa til gríðarlegra skuldbindinga af hálfu ríkisins. Ég er ekki viss um að svo sé og langar að varpa fram eftirfarandi vangaveltum til umræðu:
Grundvallarreglan í félagarétti er sú, að þegar hlutafélag verður gjaldþrota geta lánveitendur gengið að eignum þess. Það er einnig grundvallarregla að ábyrgð hluthafa takmarkast við framlagt hlutafé og því er ekki hægt að ganga að öðrum eignum þeirra.
Um banka gildir, að sérstakur tryggingasjóður tryggir innistæður sparifjáreigenda, en aðeins að því marki sem fjárhagsleg staða hans leyfir
Af þessum sökum getur ábyrgð eigenda bankanna tæpast numið meiru en eignum þeirra og tryggingasjóðnum.
Vart getur verið um það að ræða að þriðji aðili, þ.e. ríkið, sé í ábyrgðum fyrir rekstri bankanna að öðru leyti en sem nemur eignum tryggingasjóðsins. Þar gildir einu þótt ríkisstjórnir hafi í sumum tilfellum ákveðið að ábyrgjast meira gagnvart sparifjáreigendum og kröfuhöfum en þeim ber, við gjaldþrot banka.
Ég velti því fyrir mér hvort vandinn sem við glímum nú við í samskiptum við Breta og aðrar þjóðir kunni að eiga sér rót í þeim neyðarlögum sem Alþingi setti og heimila ríkinu að yfirtaka innlenda starfsemi banka en skilja erlenda starfsemi eftir. Kann að vera, að skilningur margra sé sá, að með lögunum sé brotin sú grunnregla kröfuréttarins, að óheimilt sé að skjóta eignum í heild eða að hluta undan við gjaldþrot?
Rökin fyrir því að undanskilja innlenda starfsemi bankanna við gjaldþrot hafa væntanlega verið þau, að þannig yrði dregið sem mest úr tímabundnu óhagræði vegna gjaldþrotanna. Það er eðlilegt sjónarmið til skemmri tíma.
Ég velti því þó fyrir mér hvort hugsanlegt sé, að ef stjórnvöld hefðu einfaldlega látið bankana fara í gjaldþrot í heild sinni, án þess að undanskilja innlendu starfsemina, kynni málið að horfa öðruvísi við þeim þjóðum sem við deilum nú við.
Við breytum ekki því sem þegar hefur verið gert, en það útilokar þó ekki að hægt sé að uppfylla grunnregluna um rétt lánardrottna við gjaldþrot. Það gerist með því að auk þess að kröfuhöfum sé veittur aðgangur að öllum eignum bankanna sem tilheyra þrotabúinu fá þeir aðgang að andvirði þeirra eigna sem ríkið hefur tekið yfir, en jafnframt er réttur þeirra til búanna takmarkaður við þetta.
Með þessu er sú grunnregla, að allar eignir þrotabús gangi upp í skuldir, virt, en ábyrgð ríkisins jafnframt takmörkuð. Þannig getur ríkið losnað við þær ábyrgðir sem nú er krafist. Í framhaldinu mætti svo taka um það sjálfstæða ákvörðun að nota skattfé til að bæta íslenskum innstæðueigendum tap þeirra.
Það væri áhugavert að fá fram viðbrögð lesenda við þessum vangaveltum.
![]() |
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 16. október 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 288244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar