24.1.2008 | 22:45
Að skjóta sig í fótinn
Ég held að skipulögð mótmæli á vegum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafi gengið fram af mörgum. Ekki síður en rógsherferð sömu aðila á hendur Ólafi F. Magnússyni, sem er einn vandaðasti maður sem nú er að finna í íslenskum stjórnmálum.
Það er einfaldlega til skammar að smala menntskælingum á áhorfendapalla og láta þá gera hróp að fólki, sér í lagi þegar lætin eru ekki einu sinni í tilefni af einhverju mikilvægu málefni, heldur eiga sér aðeins rót í svekkelsi tiltekins fólks yfir því að missa völdin.
Ég yrði ekki hissa þótt það kæmi á daginn fljótlega að þetta upphlaup hafi fremur styrkt nýja meirihlutann en hitt.
![]() |
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 08:53
Ábyrgð fjölmiðla - ábyrgðarleysi Moggans
Morgunblaðið birtir í gær aðalfrétt á forsíðu þess efnis að Exista sé að fara á hausinn. Fréttin er byggð á greiningu SEB. Í tilefni af þessu hrapaði gengi Exista á markaði í gær og ekki er ólíklegt að fréttin hafi haft áhrif á gengi fleiri félaga.
Í gær kom hins vegar í ljós, þegar greiningardeildir tóku að rýna í skýrslu sænska bankans að niðurstöður hennar byggðust á alvarlegri reikningsskekkju. Fjallað er um það mál með þeim hætti í Morgunblaðinu í morgun, að greiningardeildirnar séu ekki sammála sænska bankanum og í leiðara segir að SEB og greining Glitnis þurfi að "útkljá" það mál sín á milli. Svona rétt eins og um sé að ræða eitthvert pólitískt rifrildi!
Morgunblaðið leggur talsverða áherslu á fréttir af vettvangi viðskiptanna, ekki síður en stjórnmálafréttir. Viðskiptablað Morgunblaðsins kemur út einu sinni í viku og komið hefur fyrir að blaðið hefur birt vandaðar úttektir og fréttaskýringar af vettvangi viðskipta.
Maður hlýtur nú að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki hljóti að vera eðlilegt, þegar mikilvægt úrlausnarefni á borð við þetta kemur upp, að blaðið sjái einfaldlega sjálft um að "útkljá" málið. Eða eru ekki fjölmiðlar einmitt til þess að rýna í atburði og upplýsa lesendur eins og kostur er? Og hefur ekki Morgunblaðið á að skipa vel menntuðum viðskiptablaðamönnum sem geta einfaldlega kafað ofan í svona mál?
Eða er þessu öðruvísi háttað? Lítur Morgunblaðið kannski þannig á að hlutverk þess sé það eitt að henda á lofti óstaðfestar og ógrundaðar sögusagnir og láta svo þá sem þær beinast að um að neita þeim? Þessi fréttaflutningur í gær bendir því miður til þess. Meðan sú stefna er óbreytt hljóta þeir sem stunda viðskipti á markaði einfaldlega að þurfa að venja sig á að loka augunum þegar "athygliverðar" fréttir af vettvangi viðskiptanna birtast í Morgunblaðinu og gera ráð fyrir að um sögusagnir sé að ræða þar til greiningardeildir bankanna hafa lagt á þær dóm.
![]() |
Lækkun í kauphöll 463 milljarðar frá áramótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 24. janúar 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288248
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar