Gat nú verið!

Það kemur ekki á óvart að Svíar skuli hrynja niður úr drykkjuskap eftir að hafa gengið til liðs við þetta vanhelga bandalag. ESB er stórhættulegt!
mbl.is Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi vinnur hann

Hafandi búið í Frakklandi getur maður ekki annað en vonast til þess að frjálshyggjumaðurin Sarkozy vinni þessar kosningar. Hann er manna líklegastur til að taka á þeim kerfislæga vanda sem Frakkar hafa glímt við árum saman og felst fyrst og fremst í hömlum á atvinnulífið sem hafa verið meginorsök þess hversu erfitt uppdráttar Frakkar hafa átt í alþjóðlegri samkeppni á undanförnum árum. Málflutningur Sarkozys bendir sterklega til þess að hann sé ekki hægrimaður af gamla franska skólanum heldur alvöru frjálshyggjumaður og það er einmitt það sem Frakkar þurfa nú.
mbl.is Sarkozy með 4 prósentna forskot á Royal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snýst þetta mál eiginlega?

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessi átök um hjónabönd samkynhneigðra. Ég hélt í einfeldni minni að tilgangur hjónabands hefði frá upphafi vega verið sá að skapa ramma um stofnun fjölskyldu, barneignir og barnauppeldi - alveg óháð trúfélögum og trúarbrögðum. Ef þetta er ekki grundvöllur hjónabandsins, hver er hann þá? Og sé hann ekki þessi, er þá ekki sjálfsagt að ekki bara samkynhneigðir heldur líka góðir vinir og vinkonur, tvö eða fleiri saman, systkini, frændur og frænkur og þar fram eftir götunum fái að giftast? Hvers konar bull er þetta eiginlega?
mbl.is Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki treysta þeim

Það er ágætt að þetta kemur upp fyrir kosningar. Nú er greinilega verið að undirbúa það að breyta um afstöðu eftir þær, verði maður áfram í ríkisstjórn þá!
mbl.is Vilja ekki útiloka Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband