Eyðileggingin heldur áfram

Þótt andstaða VG sé kannski ekki mjög trúverðug er þó betra að grípa seint í rassinn en aldrei. Ég átti satt að segja von á því að nýr meirihluti myndi hegða sér með öðrum hætti en R-listinn gagnvart götumynd elstu hverfa borgarinnar. En því miður virðist skilningur á mikilvægi sögunnar jafn takmarkaður á þeim bænum og hinum.
mbl.is Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um menntun?

Það vekur athygli að stefna Samfylkingarinnar í málefnum barna virðist nær eingöngu snúast um félagslegan stuðning og fjárútlát ríkisins. Ekki er einu orði minnst á það sem líklega brennur mest á foreldrum sem er að tryggja börnum betri menntun. Ég man ekki betur en menntastefna Samfylkingarinnar, þegar hún var við völd í Reykjavík, hafi fyrst og fremst snúist um að þjarma að einkaskólum eins og kostur var í því skyni að hindra flesta foreldra í að nýta sér þjónustu þeirra. Ætli sama verði uppi á teningnum komist flokkurinn til valda á landsvísu?
mbl.is Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing

Ég lýsi því hér með yfir að ég tek ofan fyrir Alþingi að hafa samþykkt stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég hef lengi verið mjög spenntur fyrir svona þjóðgarði og er því mjög feginn að Alþingi hafi loks ákveðið að stofna hann. Ég vænti þess að sjálfsögðu að þessi yfirlýsing mín birtist sem frétt á fréttavef Morgunblaðsins, rétt eins og yfirlýsing Alcoa.
mbl.is Hjörleifur: Erum að kynnast kaupum umhverfisvænna ímynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minna svifryk

Í umræðunni undanfarið um svifryk hefur það gjarna gleymst að markviss hreinsun gatna getur haft veruleg áhrif á svifryksmengun. Þótt sjálfur telji ég reyndar enga þörf á að aka um á nagladekkjum skil ég vel að sumir telji sig þurfa þess og því held ég að tæpast sé skynsamlegt að banna notkun þeirra. Vonandi verður betri gatnahreinsun einfaldlega til þess að draga nægilega úr vandamálinu svo ekki þurfi að grípa til slíkra aðgerða.


mbl.is Verktakasamningar um hreinsun gatna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband