4.12.2007 | 18:00
Hvað læra þeir sem kenna?
Það hlýtur að skipta meginmáli við kennslu í grunnskóla að kennarinn hafi þekkingu á því námsefni sem honum er ætlað að miðla. Annars er því miður ákaflega líklegt að árangurinn verði slakur.
Ég skoðaði að gamni á vef Kennaraháskólans hvað kennaranemar þurfa að læra til að útskrifast sem grunnskólakennarar. Snöggsoðin niðurstaða er þessi:
Námið er til 90 eininga og skiptist í grunnnám og svonefnd kjörsvið.
Námsefnið í grunnnáminu er allt kennslu- og uppeldisfræði. Námsgreinarnar sem kenna á börnunum koma þar hvergi við sögu.
Kjörsviðin eru 14 talsins. Þau spanna allt frá íslensku og stærðfræði yfir í matargerð.
Íslenskunámið virðist snúast um kennslu í málfræði, bókmenntum og öðru sem ætla má að gagnist við íslenskukennslu. Þegar kjörsviðin eru skoðuð virðist íslenskan hafa nokkra sérstöðu í því, að þar er um praktískt nám í greininni að ræða. Ekki virðist það sama eiga við um mörg hinna kjörsviðanna. Sé stærðfræðinámið tekið sem dæmi snýst það um kennslufræði tengda stærðfræði. Hvergi er minnst á neina kennslu í greininni sjálfri heldur virðist námið aðallega snúast um umfjöllun um sögu stærðfræðinnar, áhrif tæknivæðingar á stærðfræðikennslu og þar fram eftir götunum. Kjörsviðið "kennsla yngstu barna í grunnskóla" virðist mest snúast um hluti á borð við þróun boðskiptahæfni, foreldrasamstarf og lestrarfræði, svo eitthvað sé nefnt.
Svo koma kjörsvið á borð við textíl, matargerð og fleira sem eðli málsins samkvæmt snúast alls ekki um grunngreinar á borð við lestur, skrift eða stærðfræði.
Það virðist því ljóst að auðvelt væri að útskrifast með fullgilt kennaranám án þess að hafa nokkru sinni lært neina undirstöðu í lestrarkennslu eða stærðfræðikennslu. Þá er ekki von að vel fari!
Nú berast af því fréttir að til standi að lengja kennaranám úr þremur í fimm ár. Kostnaður þessu samfara mun verulegur. Væri nú ekki einfaldara að endurskoða það nám sem fram fer í KHÍ og leggja áherslu á hagnýtt nám með áherslu á grunngreinar á kostnað kennslufræðanna sem allt virðist snúast um í téðum skóla? Það þarf enginn að segja mér að þrjú ár dugi ekki til þess. Þá væri kannski hægt að nota peningana til að greiða grunnskólakennurum mannsæmandi laun.
![]() |
Vonsvikin með PISA-könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 5.12.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 10:42
Rosalega fyndið leikrit?
Ég las fyrst Hamskiptin eftir Kafka 16 eða 17 ára minnir mig. Það á við sjálfan mig eins og væntanlega fleiri, að mér finnst ég aldrei hafa skilið til fulls hvað höfundurinn er að fara, svo margræð er þessi saga, rétt eins og flest verk höfundarins önnur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég fór um daginn að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins, enda hafði hún fengið góða dóma, bæði hér og í London.
Fyrir þá sem ekki þekkja söguna fjallar hún um eftirleik þess að skrifstofumaðurinn Gregor Samsa vaknar upp og hefur þá breyst í tröllaukna bjöllu. Smátt og smátt rofna tengslin milli Gregors og fjölskyldu hans og lýkur sögunni á dauða Gregors.
"Þetta var rosalega fyndið leikrit!" heyrði ég manneskju sem sat fyrir framan okkur segja við sessunaut sinn þegar sýningunni var lokið. Það kom mér ekki á óvart, enda hafði viðkomandi persóna og sessunautar hennar, ásamt fáeinum öðrum takmörkuðum hópum í salnum, legið í nær stöðugu hláturskasti alla sýninguna. Ekki virtist þurfa mikið til að vekja kátínuna - ankannaleg eða ýkt hreyfing, ruddalegt orðaval eða eitthvað þess háttar dugði til.
Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki auðvelt með að sjá eitthvað sérstaklega fyndið í Hamskiptunum. Að vísu fannst mér leikurinn á stundum helst til ýktur, jafnvel farsakenndur, sem ekki hjálpaði til við að koma andrúmslofti verksins til skila. En dóminn "rosalega fyndið leikrit" verð ég að viðurkenna að ég skil alls ekki.
Á undanförnum árum hafa alls konar farsar tröllriðið leikhúslífi hér á landi. Getur verið að talsverður hluti leikhúsgesta gangi orðið út frá því að leikrit séu alltaf farsar og þess vegna sé allt í þeim fyndið? Ég velti því fyrir mér hvort það sé raunin, því þetta er ekki eina dæmið sem ég hef upplifað, og fleiri sem ég hef borið þetta undir taka undir það. Og gæti jafnvel verið að leikstjórar séu farnir að gera út á þetta einkennilega viðhorf til að þóknast áhorfendum? Eða er þetta einfaldara? Á bara að láta fólk taka greindarpróf fyrst ef það ætlar að kaupa leikhúsmiða?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 4. desember 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar