Rosalega fyndið leikrit?

Ég las fyrst Hamskiptin eftir Kafka 16 eða 17 ára minnir mig. Það á við sjálfan mig eins og væntanlega fleiri, að mér finnst ég aldrei hafa skilið til fulls hvað höfundurinn er að fara, svo margræð er þessi saga, rétt eins og flest verk höfundarins önnur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég fór um daginn að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins, enda hafði hún fengið góða dóma, bæði hér og í London.

Fyrir þá sem ekki þekkja söguna fjallar hún um eftirleik þess að skrifstofumaðurinn Gregor Samsa vaknar upp og hefur þá breyst í tröllaukna bjöllu. Smátt og smátt rofna tengslin milli Gregors og fjölskyldu hans og lýkur sögunni á dauða Gregors.

"Þetta var rosalega fyndið leikrit!" heyrði ég manneskju sem sat fyrir framan okkur segja við sessunaut sinn þegar sýningunni var lokið. Það kom mér ekki á óvart, enda hafði viðkomandi persóna og sessunautar hennar, ásamt fáeinum öðrum takmörkuðum hópum í salnum, legið í nær stöðugu hláturskasti alla sýninguna. Ekki virtist þurfa mikið til að vekja kátínuna - ankannaleg eða ýkt hreyfing, ruddalegt orðaval eða eitthvað þess háttar dugði til.

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki auðvelt með að sjá eitthvað sérstaklega fyndið í Hamskiptunum. Að vísu fannst mér leikurinn á stundum helst til ýktur, jafnvel farsakenndur, sem ekki hjálpaði til við að koma andrúmslofti verksins til skila. En dóminn "rosalega fyndið leikrit" verð ég að viðurkenna að ég skil alls ekki.

Á undanförnum árum hafa alls konar farsar tröllriðið leikhúslífi hér á landi. Getur verið að talsverður hluti leikhúsgesta gangi orðið út frá því að leikrit séu alltaf farsar og þess vegna sé allt í þeim fyndið? Ég velti því fyrir mér hvort það sé raunin, því þetta er ekki eina dæmið sem ég hef upplifað, og fleiri sem ég hef borið þetta undir taka undir það. Og gæti jafnvel verið að leikstjórar séu farnir að gera út á þetta einkennilega viðhorf til að þóknast áhorfendum? Eða er þetta einfaldara? Á bara að láta fólk taka greindarpróf fyrst ef það ætlar að kaupa leikhúsmiða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi samandráttur fólksins fyrir framan þig á efni leikritsins. Undirstrikar hann ekki einfaldlega margræðni sögunnar?

Grímur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, það hlýtur eiginlega bara að vera :)

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og, Grímur: Kannski er lausnin þegar til, (ef verkið er ekki of margrætt, auðvitað). Það mætti bara tilkynna í upphafi sýningar hvers eðlis verkið er, svona eins og í vídeóauglýsingunum: "Hamlet er magnþrungið spennuleikrit eftir Shakespeare, sem enginn veit raunar almennilega hver var eða hvort var til. Þetta verk er ekki fyndið, en þó er viðeigandi að hlæja að Póloníusi og líka að gröfurunum."

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 287271

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband