Tapið staðfest! Hver ber ábyrgðina?

Nú er ljóst að kostnaður við byggingu Kárahnjúkavirkjunar er þegar kominn 5-6% fram úr áætlun. Sé þeirri tölu bætt við upphaflega kostnaðaráætlun liggur því ljóst fyrir að sú 5-6 milljarða arðsemi sem að var stefnt er horfin. Með öðrum orðum er verðmæti eignarhlutar Landsvirkjunar ekkert þegar kostnaður hefur verið dreginn frá! Þá er samt gengið út frá því að skattgreiðendur borgi stóran hluta lánsfjárvaxtanna!

Þegar við bætist að orkusala hefur tafist umtalsvert er orðið ljóst að jafnvel þótt áhættan sé í boði skattgreiðenda er ávinningur Landsvirkjunar af framkvæmdinni þegar orðinn neikvæður miðað við upphaflega kostnaðaráætlun.

Nú er spurningin sú hver verður dreginn til ábyrgðar í þessu máli. Verður það yfirstjórn Landsvirkjunar? Verða það þeir þingmenn og ráðherrar sem að málinu stóðu eða verður það eigendanefndin sem lét sig hafa það að staðfesta útreikninga og forsendur Landsvirkjunar vitandi að þær væru fræðilega rangar?

Eða verður kannski enginn dreginn til ábyrgðar?


mbl.is Kárahnjúkavirkjun 5 til 6% yfir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband