Gott mál - aðeins einn blettur

Það var vel til fundið að afhenda Hr. Sigurbirni þessi verðlaun. Hann er sannarlega vel að þeim kominn. Dagskráin sem sjónvarpað var fannst mér í nærri alla staði einstaklega skemmtileg og vel unnin. Þó þótti mér nauðgun einhvers náunga í hettupeysu á Gunnarshólma ákaflega ósmekkleg og hallærisleg. Eins og tyggjóklessa á Kjarvalsmynd, eiginlega.
mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef hann hefði nú bara lifað ...

Kveikti aldrei þessu vant á útvarpinu á leið til vinnu í morgun. Einhverjir menn voru að spjalla saman um hitt og þetta og þar á meðal um dag íslenskrar tungu. "Nú væri hann 200 ára hefði hann lifað" sagði einn um Jónas og hinir jánkuðu.

Já, skaði að Jónas skuli hafa fallið frá svona langt fyrir aldur fram!

En svo fóru mennirnir að tala um hvað það væri leiðinlegt að heyra varla lengur íslensku á kaffihúsunum. Þá slökkti ég.


mbl.is Fjölbreytt dagskrá á degi íslenskrar tugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband