Kynjafræði, marxismi og almannavalsfræði

Um síðustu helgi var haldin ráðstefna um svonefnda "kynjafræði" sem virðist eiga mjög upp á pallborðið hjá ýmsum um þessar mundir. Fræðigrein þessi mun m.a. kennd við Háskóla Íslands.

Samkvæmt kynningu á vef H.Í. er kynjafræði fræðigrein þar sem "þverfaglegu og femínisku sjónarhorni beitt til að skoða stöðu kynjanna í mismunandi samfélögum og menningarsvæðum, í sögulegu samhengi og í samtímanum."

Á síðustu áratugum hefur sjónarhorn marxista átt sér mikinn hljómgrunn í fræðasamfélaginu, hvort sem litið er á sögu, samfélagsfræði eða jafnvel hagfræði. Í marxismanum er sjónum beint að stéttabaráttu og er forsendan sú að öll söguleg þróun eigi sér rætur í henni.

Nú á síðustu árum hefur svonefnd "almannavalsfræði" rutt sér mjög til rúms meðal ýmissa frjálshyggjusinnaðra hagfræðinga. Samkvæmt almannavalsfræðinni má skýra ákvarðanir og athafnir stofnana og einstaklinga innan stjórnkerfisins með vísan til eigin hagsmuna þeirra sjálfra, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma.

Allar eiga þessar "fræðigreinar" tvennt sameiginlegt: Í fyrsta lagi er í þeim öllum gengið út frá fyrirfram gefinni forsendu um hvernig heimurinn sé. Í marxismanum er gengið út frá kenningunni um díalektíska efnishyggju - að allt megi skýra með vísan til stéttarhagsmuna. Í almannavalsfræðunum er gengið út frá forsendunni um persónulega efnahagslega hagsmuni og að allar athafnir þeirra sem sjónum er beint að megi skýra út frá þeim. Í kynjafræðinni er gengið út frá forsendunni um að söguleg og samfélagsleg þróun snúist um átök milli kynja.

Marxismi, almannavalsfræði og kynjafræði geta án vafa verið gagnlegar nálganir, eða áhugaverðar kenningar, sem vissulega geta nýst til að skilja heiminn betur. En þær eiga það allar sameiginlegt að vera kenningar, ekki fræðigreinar.

Í háskólum er kennd sagnfræði og félagsfræði, ekki marxismi. Þar er kennd hagfræði, ekki almannavalsfræði. Marxismi og kenningin um almannaval eru hins vegar mikilvægir þættir í námi í sagnfræði, félagsfræði, hagfræði og heimspeki. Og þá kemur spurningin: Hvað greinir hina svokölluðu kynjafræði frá öðrum kenningum um samfélag og sögu sem gerir að verkum að hún verðskuldi stöðu fræðigreinar, þótt hún virðist augljóslega ekki vera það?


"Vinur ...

... er sá er til vamms segir" segir orðtakið. Það er þó ekki þar með sagt að vinir þurfi að sjá skrattann í hverju horni, eins og þessir ágætu hollvinir útvarpsins.

Mér finnst það ákaflega langsótt að draga þá ályktun að stuðningur Björgólfs við sjónvarpið sé einhvers konar skref í einkavæðingu stofnunarinnar, hverjar svo sem persónulegar skoðanir hans á ríkisrekstri fjölmiðla eru. Hvers vegna er ekki hægt að líta þessa höfðinglegu gjöf réttum augum? Væri ekki nær að hollvinasamtökin fögnuðu framtaki Björgólfs en vöruðu jafnframt við því að það yrði til þess að ríkið drægi á móti úr framlögum til dagskrárgerðar. Það væri meira vináttubragð, held ég.


mbl.is Hollvinir RÚV mótmæla samningi við Björgólf Guðmundsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um erlendu lánin? - Hvað um ríkið?

Bankarnir hafa í nokkur ár verið að bjóða erlend lán á hagstæðum kjörum. Mun fólk ekki bara flytja sig yfir í þau og losna þannig við áhrif stýrivaxtahækkunarinnar?

Svo má nú velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að ríkið reyndi að ganga á undan með góðu fordæmi. Undanfarin ár hefur ríkisvaldið verið mjög stórtækt í fjárfestingum, svo jaðrar við sósíalíska atvinnustefnu. Þær fjárfestingar hafa haft úrslitaáhrif á þensluna í hagkerfinu. Ekki hafa sést nein merki um að draga eigi úr þessu og því eru orð forsætisráðherra því miður afar holhljóma.


mbl.is Forsætisráðherra: Skynsamlegt að halda að sér höndum og fresta fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn virkjun?

Nú verður áhugavert að sjá hvernig VG og Íslandshreyfingin í borgarstjórn bregðast við. Vissulega ekki nærri jafn stórt mál og Kárahnjúkar en samt að mörgu leyti sambærilegt.

Hvað segja Margrét, Óli F. og Svandís og félagar við þessu? Og í hvað á að nota orkuna? Álverin sem LV vill ekki selja til, kannski?

Maður bíður spenntur!


mbl.is Kanna kosti Hagavatnsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband