Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.9.2021 | 19:40
Múgsefjunin útskýrð
Hvers vegna hafa 90% almennings bitið það í sig að kórónaveiran sé eini sjúkdómurinn sem skiptir máli?
Hvers vegna eru þeir sem draga fram gögn sem sýna allt annað óvinir sem þagga verður niður í?
Hvers vegna skiptir það gríðarlega tjón sem hundruðum milljóna um allan heim er valdið með aðgerðum gegn veirunni nákvæmlega engu máli í huga fólks?
Hvers vegna er fólk upp til hópa hætt að skilja einfalt samhengi, hætt að geta lesið og skilið einfaldan texta?
Hvers vegna er fólk tilbúið að eyðileggja framtíð eigin barna?
Hvers vegna er fólk tilbúið að valda börnum sínum tjóni með lyfjagjöf sem þau hafa ekki þörf fyrir?
Belgíski sálfræðiprófessorinn Matthias Desmet skýrir ástæðurnar afar vel í þessu viðtali, sem ég hvet allt hugsandi fólk til að horfa á: https://www.youtube.com/watch?v=Qj5bo_KFqgo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2021 | 20:43
Hvað segja Þórólfur, Alma og Valtýr Thors við þessu? Er þeim nákvæmlega sama um íslensk börn?
10.9.2021 | 17:42
Ábyrga framtíð vantar aðeins herslumuninn!
14.8.2021 | 23:59
Siðblindan í algleymingi
Maður fyllist viðbjóði við að lesa frásagnir ríkisstarfsmanna með örugg laun af því hversu frábært það hafi verið að leggja líf hundruða milljóna í rúst með fáránlegum viðbrögðum við pest sem 99,8% þeirra sem veikjast af henni lifa af.
Hvernig er yfirleitt mögulegt að vera haldinn jafn djúpstæðri sjálfhverfu og siðblindu og svona fólk?
Eins og að vera í heimsreisu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2021 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2021 | 22:14
Skipta bólusetningarnar máli?
Vonandi skipta bólusetningarnar máli að því marki að þær hindri alvarleg veikindi og dauðsföll. Enda var það einmitt það sem rætt var um þegar þróun þessara efna stóð sem hæst fyrir ári síðan að þeim væri einungis ætlað að hindra þetta.
En þegar kemur að smitum er ekki að sjá að bólusetningarnar hafi nein áhrif. Ný gögn frá Ísrael og Singapúr sýna að vernd gegn smiti er nánast engin.
Og ef við skoðum íslensk gögn virðast þau segja sömu söguna. Ég tók þetta saman að gamni áðan og fæ ekki betur séð en að ef við gefum okkur að engin sérstök leitni sé í smittölunum, þ.e.a.s. að bólusettir séu ekki frekar að fara í skimun t.d., þá veiti full bólusetning aðeins 3% vernd umfram enga bólusetningu. Þetta er byggt á gögnum af covid.is og frá Þjóðskrá.
Til skýringar:
Expected protection: Hver er verndin sem við væntum, miðað við það sem fram hefur komið í fréttum og úr rannsóknum, eftir bólusetningu.
Ratio vaccinated: Hlutfall úrtaksins sem hefur fengið fulla eða hálfa bólusetningu eða þá enga. Miðað við alla þjóðina.
Expected outcome: Hversu margir ættu að tilheyra hverjum hópi miðað við hlutfallið og verndina.
Real outcome: Smittölurnar sjálfar eftir hópum á covid.is.
Outcome if unvaccinated: Hversu margir úr hópnum hefðu smitast ef hópurinn væri óbólusettur.
Relative protection: Hlutfallið milli smittalnanna og þess hver smittalan væri ef hópurinn væri óbólusettur.
Hefðum væntanlega misst tökin án bólusetninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.7.2021 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2021 | 19:08
Er sálsýkin að ná hámarki?
Áður en bólusetningar hófust var viðkvæði stjórnvalda að nauðsynlegt væri að beita alls kyns hindrunum til að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar þar til lokið yrði við að bólusetja þá sem væru í hættu vegna hennar. Það viðhorf er skiljanlegt, þótt flestar rannsóknir hafi raunar sýnt að áhrif aðgerðanna voru afar takmörkuð, og fyrir liggi með óyggjandi hætti að í víða samhenginu hafi þær valdið margfalt meira tjóni en þær forðuðu.
En hvað um það. Nú hefur meginþorri þjóðarinnar verið bólusettur og bóluefnin eru talin veita 80-90% þeirra vörn gagnvart því að geta mögulega veikst alvarlega eða látist. Með öðrum orðum er búið að hafa uppi þær varnir sem tiltækar eru.
Um 3% þeirra sem smitast og eru óvarðir leggjast á spítala. Um 0,3% þeirra látast. Þetta merkir að af þeim 250.000 manns sem fengið hafa bólusetningu gætu 750-1.500 lagst á spítala. 75-150 gætu látist. Þetta er auðvitað að því gefnu að hver einasti einstaklingur sem bóluefnin verja ekki smitist af veirunni. Slíkt er vitanlega ekki raunhæft heldur fræðilega versta útkoma. Augljóst er í ljósi þess að innlagnir á LSH eru um 25.000 á hverju ári að algerlega er útilokað að þetta leiði til neins ofurálags á heilbrigðiskerfið.
Niðurstaðan, miðað við hina fræðilegu alverstu sviðsmynd er því sú að fyrrnefndur fjöldi veikist og deyr. Eina spurningin er á hversu löngum tíma það gerist.
Af þessu er hverjum manni sem er fær um rökhugsun af einfaldasta toga ljóst að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að hægja á útbreiðslu, og þær aðgerðir sem nú má vænta til viðbótar, breyta nákvæmlega engu um fjölda þeirra sem veikjast og deyja. Þær geta einungis frestað hinu óumflýjanlega um skamman tíma. Áður var bólusetningin ljósið við enda ganganna. Nú er ekkert ljós við enda ganganna.
En þessi staðreynd breytir hins vegar engu um afstöðu hinna ofsahræddu og hún breytir engu um sjúklegan málflutning og stefnu yfirvalda. Mótsögnin er orðin svo djúp að kannski er kominn tími til að vona að sálsýkin hafi nú náð hámarki sínu.
------------
Og er ekki punkturinn yfir i-ið þegar það er skyndilega orðin stórfrétt að ÓBÓLUSETTUR einstaklingur veikist af kórónaveirunni - þ.e. að það sé ekki lengur fréttnæmt að þeir sem hlotið hafa vernd veikist, heldur hinir, sem ekki hafa hlotið vernd?
Óbólusettur einstaklingur á leið í innlögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2021 | 20:06
Skarpur löggimann
Þetta er aðeins enn eitt dæmið um hversu skarpur Víðir Reynisson er.
Áður hefur frést af honum baksa við að hnýta á sig smekk eftir matinn, þurrka sér áður en hann fer í sturtu og setja á sig sólarvörn eftir að hann kemur úr sólbaði.
Víðir fékk Janssen og þríeykið fullbólusett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2021 | 19:02
Þeta afbrigðið - móðir allra drepsótta
Delta afbrigðið, og nú það nýjasta, Lambda afbrigðið ógurlega, munu falla alveg í skuggann af hinu svonefnda Þeta afbrigði, sem skotið hefur upp kollinum í afskekktu þorpi í Wales og búist er við að muni breiðast út með ógnarhraða.
Þeta afbrigðið er hundrað sinnum meira smitandi en venjulegt kóvít og leggst jafnt á bólusetta sem aðra. Við því er engin vörn. Það sem gerir þetta afbrigði svo ógnvekjandi er að nánast enginn sem smitast af því finnur fyrir einkennum, og því engin leið að viðhafa varúðarráðstafanir. HVER SEM ER GÆTI VERIÐ SMITAÐUR!
Afbrigðið mun því breiðast út eins og eldur í sinu, enginn veikist, enginn deyr, og því fyrirséð að það eina sem dugar sé að loka alla inni um ókomna tíð.
Forsætisráðherrann á sjúkrahúsi með Covid-19 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2021 | 22:39
Siðferði læknastéttarinnar undir frostmarki
Nú, þegar ljóst virðist að bresk yfirvöld muni ekki leyfa bólusetningar barna þar í landi vegna þeirrar áhættu sem í þeim felst, vaða Þórólfur Guðnason, Alma Möller og attaníossar þeirra áfram með slíkt hérlendis, dyggilega studd af læknastéttinni gjörvallri að því er virðist.
Samt liggur fyrir, þótt einungis sé litið til hjartavöðvabólgu, að dánarlíkur ungmenna vegna bólusetningar eru sextán sinnum hærri en fái þau kóvít. Þá eru blóðtapparnir ekki einu sinni teknir með í reikninginn.
Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvort þetta fólk hafi einfaldlega alls ekkert siðferði.
Næsta vika verður mjög stór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2021 | 20:58
Norðmenn sýna varkárni - Sóttólfur ábyrgðarleysi
Norsk yfirvöld líta á Janssen bóluefnið sem hættulegt efni sem aðeins eigi að bjóða fólki sem þarf nauðsynlega á því að halda.
Hérlendis er þetta efni notað án nokkurra takmarkana, samkvæmt fréttinni á fólk sem hefur ekki einu sinni neina þörf fyrir bólusetningu.
Janssen í boði í Noregi með skilyrðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar