Siðferði eða grautur

Þingmönnum Samfylkingarinnar var hótað að ef þeir greiddu ekki atkvæði "rétt" í málinu yrði þeim refsað í prófkjörum. Þeir myndu semsagt missa saltið í grautinn sinn.
Í fréttinni er vitnað í þau orð Kjartans Valgarðssonar að flokksmenn, en 90% þeirra munu vilja hengja Geir Haarde fyrir meintar syndir Davíðs Oddssonar, að þeir mætu meira siðferði en salt í grautinn.

Grautargerðin verður nú tæpast magnaðri - með eða án salts.

En mikið óska ég þess að 90% Samfylkingarmanna forðist framvegis að fylgja samvisku sinni.


mbl.is 90% fundarmanna ósátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskingjar

Í ályktun VG í Reykjavík segir að málaferlin gegn Geir Haarde séu uppgjör við frjálshyggjuna.
Nú er það vitanlega alrangt að þörf sé á einhverju uppgjöri við frjálshyggjuna, enda lá rótin að hruni bankanna og gjaldmiðilsins í opinberri peningastefnu og opinberum stuðningi við fjármálastofnanir, jafnt hér og annars staðar. Nær væri að gera uppgjör við þá pólitík alla.

Um þetta geta menn þó verið ósammála.

En aðeins heimskingjar halda að með málaferlum yfir manni sem leiddi ríkisstjórn sem tók við völdum EFTIR að öll þessi meinta frjálshyggja óð uppi sé gert upp við frjálshyggjuna.

Mig minnir að síðasta ályktun þessara einstaklinga hafi verið að hirða ætti jarðirnar af bændum og færa þær, ja, líklega alþýðuráðunum. Og nú kemur þetta. Hvað um greindarpróf?


mbl.is Skora á þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmannlegt og rökrétt

Það er stórmannlegt af Ögmundi að viðurkenna að mistök hafi verið gerð, ekki aðeins með því að ákæra Geir einan heldur einnig með því að ætla yfirleitt að draga fáeina stjórnmálamenn fyrir dóm vegna atburða sem augljóst er að þeir báru alls ekki ábyrgð á einir og líklega aðeins að afar litlu leyti.
Eins og Ögmundur útskýrir átti aðdragandi efnahagshrunsins ekki síst rætur í hjarðhegðun þar sem hver apaði eftir öðrum og allir forðuðust að hlusta á gagnrýnisraddir. Sá hefndarhugur sem málshöfðunin byggir á átti sér ekki ólíkar sálfræðilegar rætur. Það ber vott um stórmennsku og skýra hugsun að viðurkenna þetta.
mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki nema von...

... að lítið fari fyrir rökhugsun við stjórn peningamálastefnunnar þegar höfundur hennar, og hruns krónunnar, telur sjálfsagt að hafna launahækkun þegar honum er boðin hún en fara svo í mál við vinnuveitandann seinna til að fá hana í gegn.
mbl.is Már hafnaði launahækkun sumarið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að Hagfræðistofnun skuli hafa komist að þessari niðurstöðu enda virðist nokkuð ljóst þegar málið er skoðað að forsendur þess eru allar afar hæpnar. Það kemur heldur ekki á óvart að þegar niðurstaðan er fengin skuli skýrslunni stungið undir stól og þægilegri aðilar fengnir til að gera nýja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Að lokum kemur það ekki á óvart að í stað þess að rýna í nýja skýrslu þægilegu aðilanna og skoða forsendurnar að þeim niðurstöðum sem settar eru fram skuli fjölmiðlar láta sér nægja að endurtaka bara niðurstöðurnar.

-----------------

Stofnkostnaður og tekjur eru meginóvissuþættirnir sem hafa áhrif á afkomu fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Í skýrslu IFS er fjallað um stofnkostnað og meðal annars vitnað til rannsóknar (Flyvbjerg et al) á kostnaðarforsendum opinberra verkefna af svipuðu tagi. Í rannsókninni kemur fram að kostnaður við slík verkefni fer yfirleitt verulega fram úr áætlun. Niðustaða IFS er þó sú að allar líkur séu á að kostnaðaráætlun Vaðlaheiðarganga standist. Til að forðast að þurfa að taka tillit til niðurstaðna Flyvbjergs er fullyrt að þessi göng séu ólík þeim framkvæmdum sem fjallað er um í rannsókn hans. En það er auðvitað á engan hátt rökstutt, enda væntanlega ekki hægt.

Í skýrslunni kemur fram að áformað veggjald er langtum hærra en sá sparnaður sem ökumenn hafa af því að fara um göngin. Því eru augljóslega engar hagrænar forsendur fyrir notkun ganganna nema þegar fjallvegurinn er ófær, sem gerist í fáeina daga á ári. En í viðskiptaáætlun verkefnisins er gert ráð fyrir að 90% þeirra sem leiðina fara noti göngin!
En hvað sem staðreyndum og rannsóknum líður er niðurstaða IFS samt þessi: “Umferðarhlutfallið er því háð mikilli óvissu en IFS hefur ekki komist að öðru, m.v. fyrirliggjandi gögn og samtöl, en að það hlutfall sem notað er í viðskiptaáætlun Vaðlaheiðarganga sé innan raunhæfra marka.”
Hvað er hér á ferð? Jú, skýrsluhöfundar virðast halda að með því að fullyrða ekki beint að forsendurnar séu raunhæfar, heldur segja í staðinn að þeir haldi að þær séu ekki ekki raunhæfar, séu þeir að fría sig ábyrgð af því að halda fram einhverju sem þeir vita að stenst ekki. En þeir virðast því miður ekki átta sig á að tvöföld neitun er játun og undan því verður ekki komist.


mbl.is Skýrslu stungið undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

Það er gott að heyra að Timothy Ward hafi verið ráðinn til að gæta hagsmuna okkar í Icesave málinu. Hann er afar fær og reyndur lögmaður og hefur sérhæft sig í evrópurétti nær alla sína lögmannstíð. Betri kost er tæpast hægt að hugsa sér.
mbl.is Ráðinn málflytjandi í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppurinn á ísjakanum

Miðað við fréttir undanfarið virðist þetta því miður aðeins toppurinn á ísjakanum. Var það ekki bara í fyrradag sem tvö börn fundu kanínu sem brennd hafði verið til bana - og lögreglan hafði ekki einu sinni fyrir því að færa málið til bókar? Hvers konar skilaboð er verið að senda börnunum með slíkum viðvaningshætti?

Hvort nauðsynlegt sé að krefjast þess að tilvonandi gæludýraeigendur fari á námskeið veit ég ekki. En miðað við frásögnina hér væri kannski ekki úr vegi að fara fram á greindarpróf.

Svo er auðvitað lykilatriði að tryggja að svona aumingjum verði refsað ef upp um þá kemst - þar má ekki líða neina undanlátssemi lengur.


mbl.is Með aflífunarbeiðni um hálsinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Það þarf einbeittan vilja til misskilnings til að halda að Ólafur Ragnar hafi sagt eitthvað annað en hann sagði. Það velkist enginn í vafa um að, kunni hann á annað borð íslensku, að forsetinn sagðist myndu hverfa úr embættinu.
mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkrinu

Það er auðvitað hörmulegt fyrir þessa þjóð að missa goðumlíkan leiðtoga sinn, besta golfleikara heims, snilling á öllum sviðum vísinda og stórskáld, svo fátt eitt sé nefnt.
Þó er ljós í myrkrinu að hinn glæsti arftaki mun vera sonur sólarinnar, hvorki meira né minna!
mbl.is Enn yfirkomin af sorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband