Sjaldan verður hönd höggi fegin

Nú er mikilvægt að þingmaðurinn orðvari nái að koma ábyrgðinni á upphlaupinu um daginn yfir á einhvern annan.


mbl.is „Hljótum að kalla eftir rannsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur málinu við hvort Bjarni er úr Garðabæ?

Málflutningur borgarstjórans segir auðvitað allt sem segja þarf um hvernig og hvers vegna borgin hefur brugðist því hlutverki að láta lóðaframboð vera í takt við íbúafjölgun.

Hvers vegna segist hann vera að skipuleggja einn Garðabæ? Af hverju segist hann ekki frekar vera að skipuleggja 25 Raufarhafnir? Hljómar það ekki ennþá sniðugra? Og kemur það ekki lóðaframboði í Reykjavík sem hlutfalli af íbúafjölgun í Reykjavík nákvæmlega jafn mikið við?

Hversu lengi enn ætla Reykvíkingar að láta þennan froðusnakk þykjast stjórna borginni?


mbl.is Dagur: Mér finnst þetta ódýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Heimspekikennsla snýst ekki um að þjálfa fólk í samfélagsvitund. Hún snýst um að þjálfa fólk í að spyra gagnrýninna spurninga um samfélagið, lífið og heiminn og nálgast viðfangsefnin á röklegan hátt.

Með öðrum orðum hefur það ekkert með heimspeki að gera að undirbúa nemendur "undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi". Þvert á móti spyr heimspekin gagnrýninna spurninga um lýðræðisþjóðfélagið sem slíkt. Gleymum því ekki heldur að Sókrates var tekinn af lífi eftir lýðræðislegri ákvörðun og lýðræði var eitur í beinum Platóns.

Þessi hugmynd Píratanna snýst ekki um neitt annað en að nota heimspekina sem einskonar tæki til að tryggja hlýðni og hollustu borgaranna. Hún gengur því þvert gegn inntaki heimspekinnar sjálfrar. 


mbl.is Heimspeki verði skyldufag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel til fundið

Sósíalisminn er gjaldþrota hugmyndafræði sem hefur leitt hörmungar yfir almenning alls staðar þar sem hann hefur verið reyndur.

Fyrirtæki Gunnars Smára hafa haft þá leiðu tilhneigingu að verða gjaldþrota. Það eiga þau sameiginlegt með sósíalismanum.

Það er því vel til fundið af Gunnari að drífa nú í því að stofna enn einn stjórnmálaflokkinn utan um þessa gjaldþrota hugmyndafræði áður en nýjasta tilraun hans á sviði einkframtaksins ratar í skiptaráðendahimnaríkið.


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmm ... hvað með bullvakt Alþingis?

Kynjavakt Alþingis er auðvitað snilldarhugmynd. Svo mætti líka stofna aldursvakt, háralitarvakt, húmorvakt (til að gá hvort meira mark sé tekið á leiðinlegum þingmönnum). Þetta er auðvitað allt einfalt að gera enda vitanlega til skýrir og einfaldir mælikvarðar til að meta hvort kyn, aldur, háralitur, húmorsleysi og annað hafi einhver áhrif á ... ja hvað eiginlega?

En eitt er hægt að mæla og það er hversu mikið af tíma þingsins fer í að ræða um alls konar bullfrumvörp og þingsályktunartillögur sem hafa þann eina tilgang að reyna að sýna kjósendum viðkomandi flokks eða þingmanns fram á að viðkomandi sé nú að gera eitthvað ... ekki bara hangsa. Til þess þarf að stofna bullvakt Alþingis.


mbl.is Vilja stofna kynjavakt Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifa börn fyrirsagnirnar?

"Sterkasta og stöðugasta króna í heimi" er fyrirsögn fréttar þar sem inntakið er hagspá sem vægast sagt dregur upp viðsjárverða mynd af gjaldmiðli í ofrisi og hagkerfi sem hvílir á frekar ótraustum undirstöðum.

Og hvað er eiginlega átt við með fyrirsögninni? Átti kannski að standa þarna að krónan væri sterkasti og stöðugasti gjaldmiðill í heimi (of sterk í sögulegu samhengi vissulega, en stöðugleikinn bersýnilega álitamál þegar flöktið fer sívaxandi)?

Eða voru greiningardeildarmenn einfaldlega að grínast í barninu sem skrifaði fréttina?


mbl.is Sterkasta og stöðugasta króna heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd?

Ástæðan fyrir því að fólk fer ekki í kennaranám er að námið er allt of langt með hliðsjón af þeim launum sem í boði eru.

Ímynd kennarastarfsins líður svo auðvitað fyrir síversnandi árangur í menntakerfinu - það er eðlilegt að orsakanna sé leitað, í það minnsta að hluta, í frammistöðu kennaranna.

Vandséð er því að ímynd kennarastarfsins batni þótt farið verði að ráða fólk af barnaheimilunum inn í skólana. Auk þess ýtir slíkt vitanlega bara vandanum yfir á barnaheimilin.


mbl.is Ímynd kennarastarfsins í krísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkunin í algleymingi

Er ekki kominn tími til að fólk fari aðeins að gæta að sér í allri þessari pólitísku rétthugsunarklikkun?

Hvað næst? Ætli þeir fyrirskipi manngarminum að skipta um eftirnafn? Það væri eftir öðru.


mbl.is Fær ekki að vera með einkanúmerið „GRABHER“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Múli og Þorsteinn Ö. - og Perse

Mikið óskaplega er Ríkissjónvarpið leiðinlegt.

Nú er til dæmis verið að sýna afgamla ameríska dans og söngvamynd, líklega í tíunda sinn. Viðmiðið í kvikmyndavalinu er að öllum líkindum að höfundarrétturinn sé útrunninn þegar um bíómyndir er að ræða. Valið á heimildamyndum snýst svo um að efnið sé eins óáhugavert og hugsast getur, kvikmyndatakan þannig að helst líti út fyrir að tökumaðurinn sé drukkinn eða þaðan af verra, þulnum leiðist og leikstjórinn hafi ekki einu sinni leitt hugann að þeirri fjarstæðu að reyna að afla sér höfundarréttar á ósköpunum. Og myndirnar sænskar.

Samt held ég tryggð við þetta - hef þ.e. aldrei látið mér detta í hug að kaupa áskrift að annarri sjónvarpsstöð. Er líklega hollvinur RÚV. Þó ekki þannig að ég hafi gengið í Hollvinasamtökin sem hafa það opinbera markmið að æsa sig ef einhver komminn er rekinn, en líklega það leynilega markmið að vekja upp Jón Múla og Þorstein Ö. frá dauðum og hafa í útvarpinu, líka þótt það takist ekki alveg að vekja þá upp. Banna litasjónvarpið. Svarthvíta líka. Útvarpa svo bara á langbylgju. Tvo tíma á dag. Fréttir. Og karlakórar.

----

Annars er kannski bara ágætt að það sé leiðinlegt í sjónvarpinu.

Meðan dansmyndin kláraðist tókst mér að minnsta kosti að byrja að kynna mér einkar frumlega greiningu Carol Rigolot á Anabase eftir Saint-John Perse, en hún hefur komist að því að líklega sé Perse í kvæðinu í og með að hæðast að hugmyndum Platóns og Sókratesar um hið fullkomna ríki (enda pirraður á Platóni eins og flestir með viti). Í ríki Platóns er enginn óþarfur, en í ríki Perse er pláss fyrir bæði "þann sem hugleiðir líkama kvenna" og hinn "sem hefur ferðast og dreymir um að fara aftur".

----

(titillinn er tilraun til að sannprófa þá kenningu Sæmundar Bjarnasonar að fleiri lesi bloggið ef mannanöfn eru í titlinum (en kannski eru svosem allir búnir að gleyma jónimúla og þorsteiniö))


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 288155

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband