13.10.2017 | 22:21
"Hvernig mannlíf við vildum hafa..."
Það kemur ekki á óvart að fulltrúi VG álíti að það sé stjórnmálamanna að ákveða hvernig mannlífið eigi að vera. En það er ekki þeirra að ákveða. Þeir hafa í rauninni engan rétt til að hlutast til um það hvernig fólk hagar lífi sínu.
![]() |
Tókust á um fasteignamarkaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2017 | 11:37
Feykinóg orka til
Það er miklu meiri orka til en við höfum þörf fyrir. Meginhluti hennar er hins vegar seldur stóriðjufyrirtækjum undir raunverulegu kostnaðarverði. Lykilatriðið er að láta óhagstæða samninga við stóriðjufyrirtæki renna út og nýta orkuna frekar til að rafvæða bílaflotann, og vonandi í ekki alltof fjarlægri framtíð, fiskiskipaflotann einnig.
![]() |
Aðeins ágangur og ánauð af Hvammsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2017 | 15:38
Nú verða Píratar að taka til sinna ráða
Það er auðvitað ótækt að ekki séu gefna upplýsingar um efni samkomulagsins. Hvílík leyndarhyggja!
![]() |
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2017 | 10:43
Hvernig ætli íslenskur almenningur tæki því ...
... ef einhver landsliðsmanna okkar neitaði að standa meðan þjóðsöngurinn væri fluttur en settist út í horn og maulaði samloku?
![]() |
Trump gerir íþróttamenn brjálaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2017 | 00:18
Er þetta frétt?
Heyrði viðtalið við þennan fugl í útvarpinu í kvöld. Mjög furðulegt. Hann var ekki í neinum vafa um að fangaverðir hefðu áreitt sinn skjólstæðing en taldi af og frá að aðrir sakborningar hefðu orðið fyrir því sama. Þvertók fyrir að lögregla hefði beitt þrýstingi en hafði greinilega ekkert fyrir sér í því.
Undarlegt að svona þrugl verði að frétt.
![]() |
Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2017 | 09:15
DACA er ekki löggjöf
DACA er ekki löggjöf heldur forsetatilskipun. Vandinn sem Trump stóð frammi fyrir var að saksóknarar um öll Bandaríkin höfðu hótað að höfða mál til ógildingar á tilskipuninni. Valið stóð því um að verjast í þeim málaferlum, með tilheyrandi óvissu fyrir þá innflytjendur sem tilskipunin tekur til, eða þvinga þingið til að lögfesta þær undanþágur sem í henni felast. Þetta hefur Trump nú gert. Á vef Economist má finna ágæta umfjöllun um þetta mál. Í fyrsta sinn sem ég hef séð það ágæta rit hrósa Trump fyrir eitthvað. Sjá hér.
![]() |
Trump og demókratar ná samkomulagi um DACA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2017 | 00:15
Hvað um Ingólf?
Ingólfur Arnarson hélt þræla.
Er þá ekki rétt að styttan af honum á Arnarhóli verði brotin niður?
Það mætti koma styttunni af Bertel Thorvaldsen þar fyrir. Hún var á Austurvelli áður en Jón Sigurðsson fékk athvarf þar.
Bertel Thorvaldsen átti enga þræla.
----
Annars kemur kvæði Kristjáns Karlssonar um Willmette á Columbus Circle upp í hugann við lestur þessarar fréttar. Það endar svo:
"Columbus Circle:
Willmette hnýtur, horfir upp:
á höfuð Kólumbusar grænt
á spánsgrænt sólbjart höfuð hans
sezt marklaus dúfa dauf og þung
eitt andartak
er vitund Willmettes grá:
hans vitund sögufróð og grá
sem Willmette vissi ekki af."
![]() |
Hugleiðir að fjarlægja styttuna af Kólumbusi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2017 | 23:45
Það er ekkert viðbjóðslegra ...
... en níðingar sem eitra fyrir dýrum á þennan hátt.
Slík úrhrök þarf að finna, opinbera nöfn þeirra og birta af þeim myndir. Svona mannlegt rusl á að meðhöndla eins og barnaníðinga.
![]() |
Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2017 | 15:50
Rústa gamla kirkjugarðinn?
Hvernig hafa þessir spekingar séð fyrir sér að nær tvöfalda breidd Hringbrautar?
Á að fara með jarðýtur á Hólavallakirkjugarð?
Á að rífa elliheimilið Grund?
Á að fjarlægja gangstéttir og bílastæði meðfram Hringbrautinni og setja akreinarnar undir eldhúsgluggana svo íbúar komist vart að húsum sínum án þess að leggja sig í lífshættu?
![]() |
Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2017 | 11:46
Horfum til framtíðar fremur en fortíðar
Með þessum áformum er horft til fortíðar. Framtíð samgangna felst í sjálfkeyrandi bílum sem ýmist verða mjög fyrirferðarlitlir og henta einum farþega eða stærri og nýta tölvustýrðar miðstöðvar til að flytja fleiri farþega í einu eftir því hvaðan og hvert þeir eru að fara. (Slíku kerfi mætti raunar strax koma upp með samvinnu við leigubílstjóra). Þessi tækni mun innan skamms leysa af hólmi hefðbundnar almenningssamgöngur og hefðbundnar einkabifreiðar.
Með þeim áformum sem hér eru á ferðinni á að eyða 70 milljörðum í lausn gærdagsins sem auk þess hentar engan veginn á jafn dreifðu svæði og hér er um að ræða. Áformað er að notkun strætisvagna fari með þessu úr 3% ferða í 12% ferða. Nú hef ég ekki forsendurnar um ferðalög fólks í kílómetrum, en ef miðað er við íbúafjölda verður fjárfestingin um það bil fjórar milljónir króna á hvern viðbótarfarþega sem nýtir sér þessar samgöngur. Og þá eru niðurgreiðslurnar eftir, en lítið hefur komið fram um áætlaðan rekstrarkostnað. Þetta eru gríðarleg fjárútlát fyrir lítinn afrakstur.
Að lokum verður auðvitað að reikna með að kostnaðurinn verði umtalsvert meiri en áætlanirnar segja til um. Varlegra væri að miða við amk. 100 milljarða.
Hér er því lausn gærdagsins á ferðinni. Dýr, óskynsamleg, og ólíkleg til árangurs.
![]() |
Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 288151
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar