Furðuleg umræða

Ímyndar fólk sér í alvöru að vegna þess að valnefnd er skipuð körlum hljóti hún ávallt að velja karl til starfa? Þeir sem þessu halda fram hljóta þá að álíta nefndarmennina óhæfa og ofan í kaupið óheiðarlega - þeir velji af ásettu ráði ekki þann umsækjanda sem hæfastur er.

Konur ráða karlmenn til starfa. Karlmenn ráða konur til starfa. Þannig gengur það alls staðar fyrir sig. Hvað er svona sérstakt í þessu tilfelli?


mbl.is Næstu skref löggjafans skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnanleg lýsing

Lýsing þeirra stallsystra á aðstæðum þessa fólks er svo sannarlega óhugnanleg. Hvernig ætli maður myndi sjálfur bregðast við, þyrfti maður að búa við slíkt?


mbl.is „Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð langt gengið

Það er nokkuð langt gengið að saka Íslendinga um "langa sögu gyðingahaturs". Passíusálmarnir eru nú einu sinni meðal okkar mikilvægustu bókmennta. Það rýrir ekki gildi þeirra þótt þar komi fram þau viðhorf sem viðtekin voru á þeim tíma er þeir voru skrifaðir á. Bobby Fischer var veitt hæli hér af mannúðarástæðum og vegna tengsla við landið. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að sú ákvörðun hafi haft eitthvað með gyðingahatur að gera.

Ákvörðun borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael markaðist vissulega af nokkurri fljótfærni og ekki er annað að sjá en borgarfulltrúar séu meira og minna sammála um að draga hana til baka. En þegar glitta tekur í ofsann og heimskuna sem orð þessa manns, til dæmis, einkennast af, veltir maður fyrir sér hvort þeirri afturköllun muni á endanum fylgja visst óbragð í munni fulltrúanna.


mbl.is Passíusálmarnir „fullir af hatri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband