28.9.2009 | 09:25
Verðbólgan er ekki 10,8%!
Verðlagshækkun síðasta árið er 10,8%. Verðbólga er rýrnun á verðgildi peninga. Í verðlagshækkun felst verðbólga, áhrif skattbreytinga, áhrif gengisbreytinga, verðlagsáhrif tengd auknu notagildi vara og atvikshækkanir vegna sveiflna í framboði og eftirspurn. Verðlagshækkunin er samtala alls þessa en verðbólgan er aðeins hluti hennar. Á undanförnu ári hefur gengi krónunnar hrunið. Séu þau áhrif dregin frá er verðbólgan síðastliðið ár líklegri til að vera engin, eða jafnvel neikvæð.
Röng verðbólgumæling hefur líklega valdi því að höfuðstóll verðtryggðra skulda hefur hækkað langt umfram það sem lög leyfa. Hún hefur líklega líka valdið því að Seðlabankinn hefur um langa hríð haldið vöxtum mun hærri en raunveruleg verðbólga krefst.
![]() |
Verðbólgan nú 10,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 11:50
Veit Már ekki hvað verðbólga er?
Verðbólga orsakast af offramboði peninga. Verðhækkanir vegna gengishruns krónunnar eru ekki verðbólga. Þekkir Seðlabankastjórinn ekki muninn?
![]() |
Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 09:27
Byggt á rangri verðbólgumælingu?
Samkvæmt lögum er markmið Seðlabankans að beita stýrivöxtum til að hamla gegn verðbólgu. Á undanförnum mánuðum hefur verðlag hækkað mjög. Ástæða þessa er fyrst og fremst gengisfall krónunnar. Þetta merkir vitanlega ekki að verðbólga hafi verið mikil.
Verðbólga myndast þegar verðgildi peninga rýrnar, yfirleitt vegna þess að framboð þeirra eykst án þess að þörfin fyrir þá aukist. Með öðrum orðum er verðbólgan mælikvarði á innistæðulausa þenslu í hagkerfinu. Verðbólga mælist því best með því að skoða þróun á verðlagi varnings eða framleiðsluþátta sem ekki breytast og eru óháðir ytri breytingum, t.d. vegna gengisbreytinga og sveiflna í framboði og eftirspurn.
Þegar olía eða aðrar hrávörur hækka í verði á erlendum mörkuðum er ástæðan ekki verðbólga á Íslandi. Þegar skipulagsbreyting verður á markaði, eins og sú sem t.d. varð á húsnæðismarkaði við innkomu bankanna, sem leiddi til stóraukinnar skuldsetningar, er ástæðan ekki verðbólga á Íslandi. Þegar gengi gjaldmiðilsins fellur af því að Seðlabankinn hefur árum saman blekkt erlenda fjárfesta til að fjárfesta í henni, og nú treysta þeir henni ekki lengur, er ástæðan ekki verðbólga á Íslandi.
Allir þessir þættir hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, eins og eðlilegt er.
En breytingar á vísitölu neysluverðs jafngilda ekki verðbólgu eins og rakið er hér að framan. Munurinn er líklega umtalsverður. Í ágætri grein í Fréttablaðinu sl. laugardag rekur Örn Karlsson verkfræðingur þetta mál með skilmerkilegum hætti og er niðurstaða hans að líklega hafi verðlagsáhrif á verðtryggð lán verið metin 10 prósentustigum hærri en eðlilegt væri á undanförnum misserum. Ég hvet alla til að lesa greinina hans. Hún er fyrsta skynsamlega tilraunin til að fjalla um grundvallaratriði þessa máls sem ég hef séð í langan tíma.
En aftur að vöxtunum. Vegna þess að verðlagshækkun hlýtur ávallt að vera meiri en verðbólga er líklegt að nýjasta vaxtaákvörðun Seðlabankans byggi á alrangri forsendu. Það er ekkert nýtt, en stingur óneitanlega í augun þegar öllu hugsandi fólki er dagljóst að verðbólga er engin og líklega neikvæð í raun.
Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að reyna að ráða til Seðlabankans fólk sem hefur einhvern grunnskilning á efnahagsmálum?
![]() |
Stýrivextir áfram 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 288240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar